Reykjavíkurreyfari

Ég hef enn ekki komist í að lesa Bókatíðindi þessa árs almennilega. Það skýrist að hluta til af því að bókaútgefendur eru eiginlega búnir að eyðileggja þetta annars ágæta rit með því að fylla það af endurútgáfum, kiljuútgáfum og hljóðbókum. Fyrir vikið finnst manni að meirihluti verkanna í bæklingnum sé 1-3 ára gamall og þá …

Netlýðræði = koss dauðans

Netlýðræði, sú hugmynd að leiðin til að útkljá mikilvæg og viðkvæm deiluefni með kosningum á netinu, er vond. Ekki vond á skalanum: best að sleppa því að lesa tvo síðustu kaflana í kennslubókinni – þeir koma fjandakornið ekki til prófs. Heldur frekar vond á skalanum: til hvers að eyða peningum í að kaupa flöskuvatn á …

Pólitísk óþverrabrögð fyrir byrjendur – 1.lexía

Ef maður ætlar að grafa undan undirskriftarsöfnun á netinu – þá er EKKI besta leiðin að skrá inn Mikka mús og Viggó viðutan. Mun vænlegra er að skrá sjálfan sig (úr öruggri tölvu) og fara svo foxillur og sár í blaðaviðtal yfir að hafa verið skráður óafvitandi af vondum mönnum. Virkar miklu betur. Þetta hélt …

Réttu mér þá nagla og spýtur, Jónas!

Jónas Kristjánsson svarar færslu minni um kirkjur og málefni byggingarfulltrúa í Egyptalandi. Svar Jónasar er á þessa leið: Stefán smíði kirkjuna Stefán Pálsson herstöðvaandstæðingur fer rangt með, þegar hann segir kristna Kopta fá að byggja kirkjur í Egyptalandi. Leitaðu Stefán á Google að „egypt koptic church building permit“. Reyndu svo að reisa þar kirkju. Koptar …

Reyndu bara að byggja kristna kirkju…

Jónas Kristjánsson gagnrýnir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss, þar sem múslimum í landinu er bannað að reisa bænaturna. Í Sviss aðhyllist um fimm prósent íbúanna Íslam – það er álíka fjöldi og allir Íslendingar. Fyrst og fremst er hér um að ræða innflytjendur og afkomendur innflytjenda frá Balkanskaganum. En Jónas er þó ekki sáttur við að …

Nú kjósa allir Bruno (b)

Enska deildin stendur fyrir netkosningu þar sem boðið er upp á að velja eftirminnilegasta atvikið í sögu ensku deildarbikarkeppninnar, sem er víst 50 ára um þessar mundir. Kosningin fer fram hér og þarna má sjá fullt af frábærlega skemmtilegum upptökum. Og auðvitað velja allir góðir menn mark Brians Stein fyrir Luton gegn Arsenal 1987/88 veturinn. …

Um gerð tæknibyltinga

Um daginn var ég beðinn um að halda erindi á veitustjórafundi Samorku, sem haldinn var síðdegis. Tilefnið var 100 ára afmæli Vatnsveitu Reykjavíkur og óskað var eftir umfjöllun um stofnun hennar og annarra íslenskra vatnsveitna. Þar sem ég átti fyrirlestur um efnið sló ég til og ætlaði bara að krukka lítilsháttar í honum. Þegar á …

Hver var að ljósrita?

Fyrir margt löngu rifjaði ég upp gamla sögu úr Alþýðubandalaginu frá landsfundi þar sem einn armurinn í flokknum var búinn að setja saman lyfseðil með leiðbeiningum um hverja skyldi kjósa og hverjum að sleppa í einhverju miðstjórnarkjörinu. Ekki vildi betur til en svo að sá sem tók að sér að fjölfalda miðann – sem fara skyldi …