Twohundredpercent er uppáhalds fótboltasíðan mín. Hér má sjá öll mörkin frá HM 1986. Og hér öll mörkin frá HM 1982. Nú þarf engum að leiðast framar.
Monthly Archives: janúar 2010
Íran
Mæli með þessari samkomu. – Friðarhús, miðvikudagskvöld kl. 20.
Spurningakeppnin
(Þetta blogg mun verða til þess að Palli Hilmars rífur hár sitt og skegg – en eitthvað verður hann nú að hafa til að láta fara í taugarnar á sér.) Ég var uppi í Útvarpshúsi á dögunum og rakst þar á Örn Úlfar, Gettu betur-dómara þessa vetrar. Við Örn þekkjumst vel frá því í MR. …
Gateshead (b)
Loksins, loksins spilaði Luton fótboltaleik. Við höfum bara leikið einu sinni frá jólum – bikarleik gegn Southampton 3.jan. Leikurinn í dag, Gateshead á útivelli, var bara annar leikur okkar frá þriðja desember. Vetrtaríkið í Englandi er gjörsamlega búið að fokka upp mótinu. Það var víst enginn glæsibragur yfir þessum sigri í dag. Eftir stendur að …
Krípí
Sögunni um styttuna af Tómasi Guðmundssyni virðist ætla að ljúka. Kannski rennur nú upp nýtt tímabil líkneskjugerðar. Hver kemur næst í stytturöðinni? Verðlaunatillagan sýnir Tómas sitjandi á bekk. Þetta er dæmi um hugmynd sem er voða sniðug á pappír, en verður eiginlega bara krípí í praxís. Eins og stytturnar uppi við Hallgrímskirkju. Alveg sama hversu …
Fimmflokkurinn
Á bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttur standa yfir miklar umræður um Hreyfinguna/Borgarahreyfinguna og stöðu fjórflokksins. Kveikjan að þeim eru hugleiðingar um hvort hörmungarsaga Borgarahreyfingarinnar fyrstu mánuðina sé slík að henni hafi varanlega tekist að spilla fyrir möguleikanum á að hnekkja fjórflokkakerfinu á Íslandi – eða í það minnsta slegið öllum slíkum hugmyndum á frest í tuttugu …
Saga tveggja borga
Ég spjallaði stuttlega við gamla skólasystur frá Edinborg. Hún er hollensk, býr í Amsterdam og vinnur í einhverju óskiljanlegu upplýsingatæknidóti. Eftir að hafa skipst á fréttum af sjálfum okkur og öðrum skólafélögum (sem voru litlar) barst talið að eftirlætismilliríkjadeilu okkar allra… Hún vildi reyndar ekki kannast við að Icesave-málið væri ofarlega á baugi í Hollandi og …
Stór á Íslandi…
Wikipediufærslan um seinni mynd kvöldsins hjá RÚV er mögnuð. Þar segir: Fickman shot the movie in 2001, but after an unsuccessful test-screening process, the film was shelved for a number of years. Never released theatrically in the United States, Who’s Your Daddy? finally reached American audiences on DVD in January 2005, followed by a short …
Rangt
Ég var aldrei sérstakur aðdáandi stjórnmálamannsins Halldórs Ásgrímssonar. Raunar má segja að ég hafi verið meira og minna ósammála flestöllu því sem hann stóð fyrir í pólitík. Aldrei fyrirleit ég Halldór Ásgrímsson þó jafn innilega og af öllu hjarta og daginn þegar hann mætti í sjónvarpið og sagði ríkisstjórnina vilja fá stoðtækjafyrirtækið Össur til að …
Bíóráp
Ég fer í bíó á u.þ.b. tveggja ára fresti (ef frá eru taldar barnamyndir með dótturinni). Sé þess vegna ekki fram á að eyða kvöldstund og snúast í að redda pössun til að horfa á þessa Avatar-mynd. Ef mig langar til að fræðast um bláa karla, þá les ég bara Strumpabækurnar eftir Peyo. Þær eru …