Bjartur dagur

Fregnir af andláti fisksins reyndust nokkuð orðum auknar.

Hann er nú hættur að fljóta hreyfingarlaus á bakinu, heldur syndir um glaðbeittur.

Fiskur reis sem sagt upp frá dauðum eftir fjórar klukkustundir – sem á gullfiskaævi mun samsvara þremur dögum. Eruð þið að hugsa það sama og ég?