Krípí

Sögunni um styttuna af Tómasi Guðmundssyni virðist ætla að ljúka. Kannski rennur nú upp nýtt tímabil líkneskjugerðar. Hver kemur næst í stytturöðinni?

Verðlaunatillagan sýnir Tómas sitjandi á bekk. Þetta er dæmi um hugmynd sem er voða sniðug á pappír, en verður eiginlega bara krípí í praxís.

Eins og stytturnar uppi við Hallgrímskirkju. Alveg sama hversu oft maður labbaði fram hjá þeim, alltaf kipptist maður við þegar stikað var yfir holtið að næturlagi (jafnvel eftir 2-3 bjóra). Legg til að einhver vaskur borgarstarfsmaður verði settur í að drösla Tómasar-styttunni inn í hús á hverju kvöldi til að skáldið hræði ekki líftóruna úr nátthröfnum.