Gateshead (b)

Loksins, loksins spilaði Luton fótboltaleik. Við höfum bara leikið einu sinni frá jólum – bikarleik gegn Southampton 3.jan. Leikurinn í dag, Gateshead á útivelli, var bara annar leikur okkar frá þriðja desember. Vetrtaríkið í Englandi er gjörsamlega búið að fokka upp mótinu.

Það var víst enginn glæsibragur yfir þessum sigri í dag. Eftir stendur að Luton er í sjöunda sæti – með þrjá og fjóra leiki til góða á liðin í fimmta og sjötta en með tveimur og þremur stigum minna. Nýi þjálfarinn er að stokka upp mannskapinn og að koma liðinu á sigurbraut. Við eigum ekki séns í toppsæti (Stevenage, Oxford og York) eru á of góðu rönni – en umspilið ætti að vera innan seilingar.

Þetta verður mjög stressandi vor.