Einn, tveir, þrír, fjór – Afríka er ansi stór (b)

Eftir hina hörmulegu hryðjuverkaárás á landslið Tógó, er boltinn farinn að rúlla á Afríkumótinu og ekki verður annað sagt en að þetta byrji vel. Opnunarleikurinn var ótrúlegur! Angóla missti 4:0 forystu niður í jafntefli á síðustu tólf mínútunum. Í gær horfði ég svo á tvo leiki sem báðir voru forvitnilegir. Malawi skellti Alsír 3:0, í …

Áfall fyrir knattspyrnuíþróttina

Áttundi janúar 2010 er kominn í hóp svörtustu daga knattspyrnusögunnar. Aðskilnaðarsinnar í héraðinu Cabinda (þar sem álíka margir búa og á Íslandi) skutu á rútulest landsliðs Tógó. Nokkrir eru látnir og nokkrir til viðbótar særðir eftir að hryðjuverkamenn létu vélbyssuskothríð rigna yfir bílana um langa stund. Þetta er síst minna áfall fyrir íþróttirnar en hryðjuverkin …

Merkingarlausasti frasinn

Ég er farinn að fá grænar bólur í hvert sinn sem ég heyri fólk tala um að Íslendingar séu sammála um að „standa við skuldbindingar sínar“. Þetta er merkingarlausasti frasi sem til er – einkum þegar hann er þulinn með ábúðarfullri röddu og talað um mikilvægi þess að koma þessu á framfæri við útlendinga til …

Bjartur dagur

Fregnir af andláti fisksins reyndust nokkuð orðum auknar. Hann er nú hættur að fljóta hreyfingarlaus á bakinu, heldur syndir um glaðbeittur. Fiskur reis sem sagt upp frá dauðum eftir fjórar klukkustundir – sem á gullfiskaævi mun samsvara þremur dögum. Eruð þið að hugsa það sama og ég?

Alþingisvefurinn bregst

Sigríður Á. Andersen er í forsvari fyrir hóp sem safnar peningum fyrir minnisvarða með nöfnum þingmanna sem kusu með ríkisábyrgð á Icesave. Þetta er vaskur hópur – enda þegar búinn að safna um það bil helmingi þeirrar upphæðar sem Sjálfstæðismenn skröpuðu saman í allsherjarútkalli sínu fyrir jólin og færðu Mæðrastyrksnefnd. Ljóst er að Sigríði er …