Samhengi

Kvöldfréttatími Sjónvarpsins í dag er umhugsunarverður. Fyrsta frétt snerist um yfirvofandi gjaldþrot eins af fyrirtækjum íslensku útrásarvíkinganna. Áætlað var að fyrirtækið skuldaði á annað hundrað milljarða króna. Önnur fréttin var um jarðskjálftans í Chile sem var 8,8 á Richter og á lista yfir mestu skjálfta sem mælst hafa. Hundruð þúsunda eru heimilislaus. Giskað var á …

Glæsilegt hjá Framstelpum (b)

Fór í Laugardalshöllina í dag og sá Fram vinna sætan sigur á erkifjendunum frá Hlíðarenda. Þetta var fyrsti stóri titill kvennaliðs Fram frá því að við unnum bikarinn 1999. Liðið í dag er hörkugott og að öllu eðlilegu ættu Fram og Valur að mætast aftur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn – sem verður frábær skemmtun. Í …

Sverige

Ég var um daginn að reyna að skjóta á það hversu oft ég hef farið inn í Elliðaárvirkjun. Mér reiknaðist til að það sé svona 1.200 sinnum. Samt er það alltaf jafn gaman – enda stöðin alveg einstaklega skemmtileg. Eftir svo margar heimsóknir, gerir maður ekki ráð fyrir að rekast á neitt nýtt sem kemur …

Kalkúnarnir kjósa um jólin (b)

Það voru stórtíðindi í ensku utandeildinni í kvöld. Stjórn utandeildarinnar samþykkti að mæla með því að Chester City yrði vísað úr keppni eftir að hafa ekki náð að leika tvo síðustu leiki sína (vegna verkfalls leikmanna og skulda við lögregluna í heimabæ sínum). Ef af verður, þýðir þetta nær örugglega endalok þessa 125 ára gamla …

Tóbak

Ég er enn að klóra mér í kollinum yfir fréttinni um daginn af sígarettunum sem voru fluttar hingað til lands í gegnum íslenska heildsölu, gagngert til þess að farga þeim. Í fréttinni af málinu kom fram hjá talsmanni heildsölunnar að þetta hefði verið gert til að framleiðandinn gæti fengið endurgreidd opinber gjöld í upprunalandinu, með …

Peningar bannaðir?

Fréttirnar af viðbrögðum grískra stjórnvalda við efnahagskreppunni þar í landi eru merkilegar. Eitt af því sem farið hefur lágt í íslenskum fjölmiðlum, eru þau áform að banna frá og með næstu áramótum öll viðskipti með reiðufé yfir 1.500 evrum. Það þýðir að sá sem ætlar að kaupa fyrir hærri upphæð þarf að nota rafrænan greiðslumáta. …

Gralinn

Allir safnmenn þekkja gleðina sem fylgir því að fá í hendur nýjan, merkan safngrip. Í kvöld kom eldri maður á safnið og gróf uppúr vasa sínum plastpoka. Í honum var dýrgripur: fyrsti lekastraumsliðinn sem settur var upp á Íslandi. Ég er í skýjunum.

Spurningakeppni OR, fyrri undanúrslit

Spurningakeppni sviða Orkuveitunnar er nú haldin í þriðja sinn. Sem fyrr er ég dómari og spurningahöfundur, en Helgi Pé er spyrill. Undanúrslitaviðureignirnar tvær eru að baki og úrslitakeppnin verður eftir viku. Þar keppa sjö svið. Liðin eru skipuð þremur einstaklingum og fyrirkomulagið er hefðbundið pöbb-kviss. Hér eru spurningarnar úr fyrstu keppni. Sigurliðið (Nýjar virkjanir) fékk …

Skjalasafnið

Ætli það sé ekki ágætt að halda til haga skeytinu sem ég sendi í gær um kvöldmatarleytið: Til stjórnar VGR Um liðna helgi fór fram forval Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Gert hafði verið ráð fyrir því að við í kjörstjórninni myndum að forvali loknu sjálfkrafa taka að okkur hlutverk uppstillingarnefndar til …