Tóbak

Ég er enn að klóra mér í kollinum yfir fréttinni um daginn af sígarettunum sem voru fluttar hingað til lands í gegnum íslenska heildsölu, gagngert til þess að farga þeim.

Í fréttinni af málinu kom fram hjá talsmanni heildsölunnar að þetta hefði verið gert til að framleiðandinn gæti fengið endurgreidd opinber gjöld í upprunalandinu, með því að skrá retturnar sem útflutning.

Er það bara ég sem er svona vitlaus – eða var talsmaðurinn ekki með þessu að viðurkenna þátt fyrirtækisins í svindli þar sem verið var að svíkja fé út úr ríkissjóði erlends lands? Hver var þóknun íslenska fyrirtækisins fyrir að leppa þessi sýndarviðskipti? Og þýkir það bara eðlilegt að menn beri svona nokkuð á borð?

Spyr sá sem ekki veit.

Join the Conversation

4 Comments

  1. Ég vona að þú hafir nú ekki klórað þig til blóðs yfir þessu. Endurgreiðsla þýðir nú yfirleitt bara að þú færð endurgreitt það sem þú ert búinn að borga áður. Ekkert svindl í því. En hvernig gat íslenski heildsalinn leyst þetta úr tolli án þess að greiða aðflutningsgjöld ef ólöglegt er að flytja inn úrgang til förgunar? Ég held að það hafi átt að beygja reglurnar svo lítið bæri á en þá þurftu árans blaðamennirnir að upplýsa um málið.

  2. Er það svo ljóst Jóhannes? Varla hafa sígaretturnar verið sendar hingar vegna þess að förgunin væri ódýrari hér. Þýðir það ekki að framleiðandinn hefði ekki fengið endurgreitt ef yfirvöld í heimalandinu vissu að um förgun væri að ræða? Varla fá menn endurgreiðslu af förgun í útlöndum en ekki heimalandinu…

    Og segir það okkur þá ekki að íslenski heildsalinn hefur þóst hafa keypt retturnar til sölu hér á landi og þá mögulega gefið út falska pappíra um kaupverð o.þ.h.?

  3. Ég hef sterkan grun um að þú hafir rétt fyrir þér Stefán. Það væru afskaplega furðulegar reglur sem gerðu engan greinarmun á útflutningi til sölu og útflutningi til förgunar.

    kv. ÞHG

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *