Glæsilegt hjá Framstelpum (b)

Fór í Laugardalshöllina í dag og sá Fram vinna sætan sigur á erkifjendunum frá Hlíðarenda. Þetta var fyrsti stóri titill kvennaliðs Fram frá því að við unnum bikarinn 1999.

Liðið í dag er hörkugott og að öllu eðlilegu ættu Fram og Valur að mætast aftur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn – sem verður frábær skemmtun.

Í millitíðinni heldur Fram uppi merkjum Íslands í Evrópukeppninni. Þótt Evrópukeppnirnar séu fjórar, sendi aðeins eitt íslenskt félag kvennalið til þátttöku að þessu sinni. Liðið er komið í fjórðungsúrslitin og mætir þar klúbb frá Makedóníu. Það er því nóg af skemmtilegum verkefnum framundan hjá Frömurum.