Samhengi

Kvöldfréttatími Sjónvarpsins í dag er umhugsunarverður.

Fyrsta frétt snerist um yfirvofandi gjaldþrot eins af fyrirtækjum íslensku útrásarvíkinganna. Áætlað var að fyrirtækið skuldaði á annað hundrað milljarða króna.

Önnur fréttin var um jarðskjálftans í Chile sem var 8,8 á Richter og á lista yfir mestu skjálfta sem mælst hafa. Hundruð þúsunda eru heimilislaus. Giskað var á að tjónið næmi 400 milljörðum íslenskra króna.

Miðað við fréttaflutning má ætla að hamfarirnar í Chile slagi upp í helminginn af gjaldþrotum og afskriftum tengdum Jóni Ásgeir. Það er dálítið klikkað.