Að loknu forvali

Forval VGR fór fram um helgina. Í fjölmiðlum í dag hefur verið sagt frá kæru eins frambjóðandans, Þorleifs Gunnlaugssonar. Kæran gengur í stuttu máli út á að póstkosningin í tengslum við forvalið hafi ekki farið rétt fram og að því beri að ógilda öll bréfleg atkvæði í kjörinu (84 af 1070). Kjörstjórnin tók þessa kæru …

Vík milli vina

Sé að Orðið á götunni flytur æsilega fregn af skylmingum okkar Proppé hér á síðunni. Ekki átti ég nú von á því að svona orðahnippingar myndu duga í slúðurmola. Hélt að allir vissu að við Kolbeinn jögumst í hvor öðrum eins og gömul hjón á þessu bloggi – jafnvel oft í viku.

Hótelið

Sú hugmynd að breyta gömlu heilsuverndarstöðinni í hótel er gengin aftur. Ekki veit ég hverjir eigendur hússins eru nú, en þeir eiga augljóslega greiða leið á síður Fréttablaðsins. Í dag birtist mikil frétt um hversu frábært þetta hótelverkefni sé og hversu mikilvægt það sé að knýja það í gegn með miklum hraða. Ekki eru margar …