Opið bréf til mannsins á tökkunum

Kæri maður á tökkunum Einhverjir hefðu eflaust stílað þetta bréf á útvarpsstjóra, yfirmann dagskrárdeildar sjónvarps eða menntamálaráðherra. Sjálfur kýs ég að hjóla beint í aðalmanninn – þann sem hefur valdið. Þig. Ég geri mér grein fyrir því að það getur varla verið gaman að vera maðurinn á tökkunum meðan á barnaefninu stendur. Flestir foreldrar þurfa …

Ný stefna SA

Hlustaði á Vilhjálm frænda minn Egilsson útskýra það í Kastljósinu að andstaða Samtaka atvinnulífsins gegn skötuselsfrumvarpinu snerist fyrst og fremst um náttúruvernd og hversu skaðlegt það verði fyrir orðspor Íslands á alþjóðavettvangi að stjórnmálamenn skuli ekki fara eftir ráðleggingum vísindamanna varðandi nýtingu auðlindanna. Þetta er athyglisverð stefnubreyting. Ég vænti þess SA láti þessa stefnu gilda …

Ölfusárbrú

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar komu heim í gær – skemmtilegar að vanda. Þar er fjallað um mögulegar útfærslur á nýrri brú yfir Ölfusá, ofan við byggðina á Selfossi. Tvær veglínur eru í boði en einnig tveir hönnunarkostir: bogabrú og stagbrú. Stagbrúin er í stuttu máli hár turn eða mastur, en út frá honum eru strengd stálstög til …

Gemsar

Þurfti að ná tal af tilteknum þingmanni og fór því inn á Alþingisvefinn – gerði ráð fyrir að finna þar númerið hjá ritaranum á skrifstofu þingflokksins eða e-ð álíka. Sá hins vegar að viðkomandi gaf upp heimasíma- og farsímanúmerið á upplýsingasíðu þingmannsins. Einhvern veginn hafði ég ímyndað mér að þessar upplýsingar lægju ekki alveg svona …

Samsæriskenning

Heyrði skemmtilega pólitíska samsæriskenningu í dag um það hvers vegna skýrsla rannsóknarnefndarinnar hafi dregist svo mjög. Samkvæmt henni er skýringin einföld: Icesave. Stjórnvöld hafi einfaldlega lagt allt kapp á að ná samningum við Breta og Hollendinga áður en skýrslan kæmi út. Ástæðan? Jú, menn sjái fram á að viðsemjendurnir muni líka kynna sér skýrsluna og …

Proffi

„Hann er algjör proffi“ – sögðum við krakkarnir í Vesturbænum um menn sem þóttu sérdeilis snjallir. Í okkar huga vísaði það að vera prófessor til andlegs atgervis, frekar en að merkingin væri endilega sú að viðkomandi væri launaður starfsmaður háskólastofnunar og embættismaður í ofanálag. Þannig var enginn háskóli í Smjattpattabyggð, þótt Baunabelgur prófessor væri þar …

Grindvíkingar sproksettir (b)

When Saturday Comes er eitt allra skemmtilegasta enska fótboltablaðið. Ég skoða vefinn þeirra amk einu sinni í viku. Meðal fastra efnisflokka er „Merkið“ – þar sem fjallað er um skrítin og skemmtileg merki knattspyrnufélaga. Að þessu sinni er íslenskt merki tekið til umfjöllunar, merki Grindavíkur. Það kemur þó ekki til af góðu. Raunar gerir blaðamaðurinn …