Gemsar

Þurfti að ná tal af tilteknum þingmanni og fór því inn á Alþingisvefinn – gerði ráð fyrir að finna þar númerið hjá ritaranum á skrifstofu þingflokksins eða e-ð álíka.

Sá hins vegar að viðkomandi gaf upp heimasíma- og farsímanúmerið á upplýsingasíðu þingmannsins. Einhvern veginn hafði ég ímyndað mér að þessar upplýsingar lægju ekki alveg svona á lausu svo ég rúllaði í gegnum síður annarra þingmanna.

Í ljós kom að langflestir þingmenn gefa upp heimasíma, farsíma og jafnvel 1-2 númer í viðbót.

Nokkrir þingmenn létu heimasímann nægja.

Kristján Möller og Jóhanna Sigurðardóttir gefa upp númer sem mér sýnist vera síminn í ráðuneytinu. Árni Páll og Guðlaugur Þór gefa ekki upp neitt símanúmer, einir manna.

Þetta er athyglisvert.

Join the Conversation

1 Comment

  1. Ég man þegar Davíð var forsætisráðherra og bjó í hagahverfi (man ekki götuna). Þá kom einu sinni bandarísk morgunsjónvarp og sendi út einn daginn héðan. Eitt af því sem þeim þótti skrýtið var að nafn, heimilisfang og símanúmer Davíðs væri í símaskránni, svo fóru þeir heim til hans og dingluðu bjölluna án fyrirvara og kom Ástríður út hálf feimin og bað þá að fara. Var mjög lýsandi fyrir veröld sem var, og hugsaði ég til þessa augnabliks þegar maður horfði á Geir umkringdum lífvörðum hér fyrir rúmu ári síðan.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *