Ölfusárbrú

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar komu heim í gær – skemmtilegar að vanda.

Þar er fjallað um mögulegar útfærslur á nýrri brú yfir Ölfusá, ofan við byggðina á Selfossi. Tvær veglínur eru í boði en einnig tveir hönnunarkostir: bogabrú og stagbrú.

Stagbrúin er í stuttu máli hár turn eða mastur, en út frá honum eru strengd stálstög til að halda brúargólfinu uppi. Þetta væri ofursvalt.

Stagbrúin á veglínu 1 fær mitt atkvæði!

Join the Conversation

8 Comments

  1. Stagbrú er í raun ein útfærsla á hengibrú, kom fram hvort gert er ráð fyrir að turninn sé á öðrum bakkanum eins og stundum er, eða er hann grundaður í miðri á?

  2. Ég styð líka stagbrúna en er ekki alveg búinn að gera upp við mig hvort hún er meira töff á veglínu 1 eða 2. Symmetrían er flott á veglínu 1 en að sama skapi hefur mér alltaf þótt dálítið töff og jafnvel framúrstefnulegt að hafa smá ójafnvægi í svona mannvirkjum og stagbrýr þar sem turninn er ekki yfir miðri brú hafa alltaf heillað mig á e-n hátt. Svo akkúrat núna hallast ég jafnvel meira að stagbrú á veglínu tvö.

  3. Ég vil sjá eitthvað viðlíka metnaðargjarnt nú þegar komið er að því að byggja nýja Lagarfljótsbrú. Bara spurning hvað má gera með flugvöllinn svona í næsta nágrenni. En svona stagbrú er skemmtilegt fyrirbæri.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *