Tölfræði og íþróttir

Einhvers staðar sá ég því haldið fram að fótbolti geti aldrei orðið ein af stóru íþróttunum í Bandaríkjunum af tveimur ástæðum. Annars vegar væru ekki nógu mörg leikhlé til að íþróttin passaði fyrir bandarískt sjónvarp. Og hins vegar væri ekki hægt að smætta leikinn niður í tölfræðiupplýsingar. Bandarískar íþróttir (ruðningur, hafnarbolti, íshokký og karfa) eiga …

Palestína

Plögg: Fregnir frá hernumdu svæðunum – rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Gestur fundarins, Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður, er vel að sér um samskipti Ísraels og Palestínu og er nýkomin úr ferð um svæðið. Hún mun ræða um upplifun sína af …

Orðsifjar

Pólitíska frétt gærdagsins er vafalítið sú að Einar Skúlason hafi lagst í sjósund. Eyjan segir frá því með fyrirsögninni: Einar synti ósmurður yfir Fossvoginn á rúmu korteri. Þetta vekur hugrenningatengsl. Eins og lesa má um hér, merkir orðið Kristur í raun „hinn smurði“. Er því ekki rökrétt að álykta að „hinn ósmurði“ sé í raun …

Fundurinn

Á morgun (þriðjudag) kl. 16:30 mæti ég á fund. Það er formlegur stofnfundur félags – Hagstundar, félags stundakennara á háskólastigi. Að mínu mati er þetta hið mikilvægasta félag og auðvitað ættum við ekki að þurfa að stofna það nú, árið 2010. Svona félag ætti að eiga sér áratuga sögu og vera föst og mikilvæg eining …

Kosningataktíkin?

Mig minnir að það hafi verið í borgarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum sem ég bloggaði um þá taktík Framsóknarmanna að nota helst ekki nafn flokksins síns í auglýsingum og prentefni. Þess í stað var kvittað undir allar auglýsingar með „exbé“. Færslan vakti nokkra athygli og ég lenti í smáorðaskaki við sára Framsóknarmenn sem sökuðu mig um …

Belle Starr

Í dag barst með póstinum (nokkrum dögum of seint vegna öskufalls) bókapakki frá Danmörku með nokkrum teiknimyndasögum sem vantaði í safnið. Úff, hvað maður sér það núna á Visa-kortinu hversu skynsamlegt það hefði verið að taka þessi innkaup 2006 en ekki 2010. Nema hvað – fyrsta bókin var lesin upp til agna í kvöld. Það …

Hlauptu drengur, hlauptu!

Flótti Samfylkingarmanna undan Blairismanum harðnar enn. Um helgina bloggaði ég um makalaust uppgjör Jóhönnu Sigurðardóttur við þetta tímabil. Eiríkur Bergmann Einarsson setur þó einhvers konar met í baksnúningi við fortíðinni. Í þessum Pressupistli fjallar hann um Frjálslynda demókrata sem séu í raun bresk útgáfa gamla Alþýðuflokknum!!!!! Muuuu…. Eru ENGIN takmörk fyrir því hvað sumir kratar …

Sopið kálið?

Smugan vekur athygli á kyndugu fundarboði sem blasað hefur við fólki á göngum Háskólans. Það er vissulega skringilegt að sjá rektor og formann Stúdentaráð á samkomu sem gæti helst verið súpufundur í Valhöll. Það er líka furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn kjósi að auglýsa fundi sína á þann hátt að hvergi sé getið um fundarboðanda. En það …

Samir við sig

Það er afar athyglisvert að fylgjast með breskum stjórnmálum þessa daganna. Frjálslyndir demókratar eru óvænt og skyndilega komnir á fljúgandi siglingu – ekki hvað síst vegna þess að vart má á milli sjá hvort fólk hefur meiri skömm á Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum. Það eru meiri líkur en minni á að útkoman úr kosningunum verði samsteypustjórn …