Samir við sig

Það er afar athyglisvert að fylgjast með breskum stjórnmálum þessa daganna. Frjálslyndir demókratar eru óvænt og skyndilega komnir á fljúgandi siglingu – ekki hvað síst vegna þess að vart má á milli sjá hvort fólk hefur meiri skömm á Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum. Það eru meiri líkur en minni á að útkoman úr kosningunum verði samsteypustjórn – því jafnvel þótt Lib.dem. nái ekki öllu því fylgi sem bjartsýnustu kannanir spá þeim, þá stefnir í að þeir verði það skammt á eftir hinum flokkunum að þeir geti ekki látið sér nægja að styðja við minnihlutastjórn.

Þetta yrðu gríðarleg tíðindi í breskri pólitík.

Og það mátti treysta því að Verkamannaflokkurinn myndi bregðast við á þann ömurlega hátt sem hans er von og vísa. Línan frá forystunni er sú að atkvæði greitt Frjálslyndum demókrötum sé atækvæði greitt terroristum og glæpamönnum – því flokkurinn sé ekki nógu árásargjarn eða refsiglaður.

Ef maður byggi í Bretlandi væri valið líklega ekki erfitt. Lib.Dem. í Englandi, Plaid Cymru í Wales og SNP í Skotlandi.