Hlauptu drengur, hlauptu!

Flótti Samfylkingarmanna undan Blairismanum harðnar enn. Um helgina bloggaði ég um makalaust uppgjör Jóhönnu Sigurðardóttur við þetta tímabil.

Eiríkur Bergmann Einarsson setur þó einhvers konar met í baksnúningi við fortíðinni. Í þessum Pressupistli fjallar hann um Frjálslynda demókrata sem séu í raun bresk útgáfa gamla Alþýðuflokknum!!!!!

Muuuu….

Eru ENGIN takmörk fyrir því hvað sumir kratar treysta á að við hin höfum lélegt minni?

Bíðið spennt, á morgun megum við líklega búast við greininni: „Ég vissi alltaf að Blair væri svikahrappur – mér leist aldrei á svipinn á þeim manni“ eftir Björgvin Guðna Sigurðsson.