Núna eru allir skúrkarnir úr hruninu að grenja sig alhvíta aftur, svo vísað sé í skáldið. Fullt af dægurlögum fjalla um iðrun og afsökunarbeiðnir. Þau eru flest væmin og vemmileg og passa því engan veginn sem einkennislag uppgjörsins mikla á Íslandi 2010.
En ég hef nú dottið niður á lagið sem fangar kjarna málsins. Það er nægilega hrátt. Textinn einfaldur og hnitmiðaður – og lagið þessutan helvíti fínt. Steinliggur undir fréttaannálnum um áramótin:
Nick Cave & the Bad Seeds flytja Thirsty Dog.
Ég reikna með mínum hluta af stefgjöldunum inn á tékkareikninginn.