Pólitíska frétt gærdagsins er vafalítið sú að Einar Skúlason hafi lagst í sjósund. Eyjan segir frá því með fyrirsögninni: Einar synti ósmurður yfir Fossvoginn á rúmu korteri.
Þetta vekur hugrenningatengsl.
Eins og lesa má um hér, merkir orðið Kristur í raun „hinn smurði“. Er því ekki rökrétt að álykta að „hinn ósmurði“ sé í raun anti-kristur? Maður spyr sig…
(Jæja, þá er maður búinn að guðlasta og segja ódýran brandara á kostnað Framsóknarmanna í sömu færslu – hvað er langt í að Stefán Bogi mæti öskuvondur í athugasemdakerfið?)