Raimondo í ham

Justin Raimondo – uppáhalds hægrisinnaði bandaríski friðarsinninn minn í hópi bloggara – horfði á Wikileaks-myndbandið. Honum er ekki skemmt. Raunar settist hann niður og skrifaði einhvern kröftugasta reiðilestur sem ég hef lesið lengi, með haug af tenglum eins og venjulega. Flottur pistill.

Skrápur

Íslensk stjórnmálastétt er að verða sífellt hörundsárari. Ef almennur stjórnarliði hnýtir í samstarfsflokkinn, fara allir á háa c-ið og fjölmiðlarnir kalla stjórnmálafræðing í viðtal til að ræða það hvort stjórnin sé ekki að falla. Það er því hressandi að rifja upp þann tíma þegar menn höfðu aðeins meiri skráp í pólitíkinni. Árið 1978 – þremur …

Störukeppni (b)

Ég verð varla mönnum sinnandi næstu 20 dagana – eða þar til utandeildarkeppninni í Englandi lýkur.  Man ekki hvenær ég varð síðast svona spenntur yfir útlenskum fótbolta. Mótið virðist ætla að þróast yfir í störukeppni milli Luton og Stevenage. Möguleikar okkar Luton-manna felast í því að vinna alla fimm síðustu leikina – sem verður erfitt …

Ef ég væri rithöfundur…

…myndi ég semja skáldsögu um tvíburabræðurna Jón Odd og Jón Bjarna Hjálmarssyni sem hittast aftur eftir langan aðskilnað. Jón Oddur orðinn ráðsettur gæðastjóri í stöndugu stórfyrirtæki. Jón Bjarni nýsloppinn úr tyrknesku fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir fíkniefnasmygl. Uppgjörið verður dramatískt og fjöldi kunnuglegra aukapersóna kemur fyrir. Augljós bestseller. En þar sem ég er …

Sykursjokk

Til eru vísindamenn sem halda því fram að sykursjokk (það fyrirbæri þegar börn verða óð af nammiáti) sé ekki til. Þessa menn legg ég að jöfnu við þá fræðinga sem hafna því að helförin hafi átt sér stað eða liðið sem veðjar á vitsmunalega þróun í stað þróunarkenningar Darwins. Auðveldlega má líta á daginn í …

Leikur ársins (b)

Á morgun fer fram leikur ársins í enska boltanum. Nei – ég er ekki að tala um fúlu viðureignina milli Man. United og Chelsea, heldur toppslag Stevenage og Luton í BSP-deildinni. Þetta fyrsta ár Luton í utandeildinni hefur verið skrítið. Við og Oxford höfum langflesta stuðningsmennina, stærstu leikmannahópana og mest umleikis af öllum liðunum í …

Sýningin

Ég blogga nánast ekkert hér í seinni tíð. Ekki einu sinni um fótbolta. Ástæðurnar eru ýmsar. Bloggheimar hafa verið með daufara móti upp á síðkastið, sem aftur dregur úr framleiðninni. Meginástæðan er þó annir. Síðustu 5-6 vikurnar hef ég verið á haus í að umdirbúa sögusýningu um Keflavíkurgöngur sem opnaði í Þjóðarbókhlöðunni á þriðjudag. Þetta …