Ef ég væri…

…aðeins hrokafyllri menntamaður, þá myndi ég líklega freistast núna til þess að útskýra muninn á myndlíkingunum „glerhúsi“ og „fílabeinsturni“.   En sem betur fer er ég alþýðlegri en svo.

Samlíkingar

Ókey, mér sýnist að Guðmundur Steingrímsson sé búinn að taka að sér að vera Michael Hesseltine… En hver verður þá John Major? Og verður jafnvel einhver Kenneth Clarke?

Áleitin spurning

Stóra spurning þessa föstudagskvölds: Er Tora Torapa besta Svals og Vals-bókin? Hún hefur eiginlega allt: Sveppagreifann, Ító Kata, Þríhyrninginn, Samma frænda og Zorglúbb – langsótt heimsyfirráðaplott – sæta stelpu OG helvítis gormdýrið er víðs fjarri. Já, maður spyr sig…

Fólkið

Ég hef alltaf verið  tvístígandi gagnvart sveitarstjórnarkosningum. Sveitarstjórnarmál hafa aldrei vakið sama áhuga minn og landsmálin – og listarnir sem í boði eru yfirleitt umtalsvert veikari. Sveitarstjórnarmálin hafa þó einn kost umfram landsmálin: þar nota menn listann. Flokkarnir leggja fram langa framboðslista til þings, en flest nöfnin eru upp á punt. Annað hvort nærðu kjöri …

Ekki brugðið – bara forvitinn

Ég fékk símtal frá blaðamanni DV, sem hafði lesið fésbókarstatus hjá mér. Afraksturinn má sjá hér. Af fréttinni mætti kannski ætla að ég sé eitthvað ósáttur við að hafa fengið valgreiðslukröfu frá Besta flokknum eða að mér þætti þessi fjáröflunaraðferð óeðlileg. Það er fjarri lagi. Mér finnst ekkert athugavert við að stjórnmálaflokkar eða félagasamtök sendi …

Pilkington (b)

Keppnistímabilið er varla búið í enska boltanum, en Luton er þegar farið að sanka að sér leikmönnum fyrir átök næsta vetrar. Núna erum við búnir að semja við markvörðinn Kevin Pilkington, sem verður væntanlega varamarkvörður fyrir Tyler. Pilkington er annars nafn sem stuðningsmenn Manchester United ættu að muna eftir. Hann var á Old Trafford í …

Skitið á Múhameð spámann

Í vikunni var alþjóðlegur teiknum-skopmynd-af-spámanninum-dagur, þar sem (eins og nafnið gefur til kynna) fjöldi fólks teiknaði og birti skopmynd af Múhameð í nafni baráttunnar fyrir tjáningarfrelsi. Brendan O´Neill á Spiked var ekkert sérstaklega hrifinn. Ekki vegna þess að hann sé á móti skopmyndateikningum og guðlasti, heldur vegna sýndarmennskunnar og þess að verið væri að beina …