Eftirákannanir

Skoðanakannanir eru sívinsælt fréttaefni. Því miður eru þær yfirleitt frekar ófrumlegar. Þegar kemur að þinginu eða sveitarstjórnarstiginu, dettur  mönnum sjaldnast neitt frjórra í hug en að segja: Hvaða flokk ætlarðu að kjósa? Hvaða pólitíkus er bestur? Ég myndi vilja sjá svör við spurningunni: Hvaða flokk kaustu síðast? – Að mörgu leyti held ég að slík […]

Grunsamleg fótboltahagfræði (b)

Viðskiptablaðið segir frá spádómum hagfræðideildar Pricewaterhousecooper fyrir HM í fótbolta. Þar hafa hagfræðingarnir í greiningar- og endurskoðunarfyrirtækinu kunna ákveðið að bregða á leik og lesa saman úrslit HM í gegnum tíðina og ýmsar hagstærðir (fólksfjölda, landsframleiðslu pr. íbúa o.s.frv.) Því er slegið upp að fólksfjöldi gagnist löndum ekki nema að takmörkuðu leyti til að ná […]

Mannekla hvað?

Dómskerfið barmar sér undan álagi. Lögregluembættin í landinu líka. Vegna efnahagshrunsins hafa hrúgast upp mál, ofan á öll gjaldþrotamálin, til viðbótar við það sem gerist í meðalári. Á sama tíma er erfitt að fá nýjar fjárveitingar. Það er kallað eftir fleiri dómaraembættum, fleiri lögreglumönnum og auknu fangelsisplássi. Með þessu er auðvelt að hafa samúð. Þangað […]

Undraábreiðan

Ábreiður (cover) eru merkilegt fyrirbæri í tónlistarheiminum. Eitt af stærstu undrum rokksögunnar hlýtur þó að vera hvernig þetta foxleiðinlega lag með Randy & the Rainbows gat orðið eitt besta lag í heimi með Blondie. Skrítið. * * * Rak augun í að Randy & the Rainbows er ennþá starfandi – og meira að segja í […]

Albert í djeilið?

Lenti í því skemmtiverkefni í kvöld að lesa almenn hegningarlög. Þar kennir margra grasa. í grein 93. segir: „Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.“ Nú rifjast upp […]

Hættið þessu rugli!

Í dag er tíundi maí. Það var sólstrandarveður og ég labbaði eins og fínn maður um alla borg á stuttermaskyrtu, með soninn í barnavagninum. Fjandinn hafi það – sumarið er komið! Það er ágætt að minna sig á þessa staðreynd þegar hlustað er á fréttaþættina eða vefmiðlarnir lesnir. Samkvæmt þeim er VG-fólk ömurlega leiðinlegt og […]

Kyndistöðin

Í dag var Stóri Kyndistöðvardagurinn haldinn hjá okkur í Orkuveitunni. Skelli hér inn ávarpinu mínu sem ég flutti að þessu tilefni: Kæru gestir Velkomin á Stóra kyndistöðvardaginn hjá okkur í Orkuveitunni. Takið eftir því að við köllum þetta „stóra“ kyndistöðvardaginn – það er vegna þess að við viljum ekki útiloka möguleikann á að halda marga […]

Um óhefðbundin framboð

Eins og fastir lesendur þessarar síðu vita er ég kosninganörd. Frá því að ég eignaðist fyrstu Fjölvís-kosningahandbókina mína ellefu ára gamall, fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986, hef ég haft unun af því að liggja yfir kosningaúrslitum, gömlum og nýjum framboðslistum, skoða fylgisbreytingar milli staða og tímabila o.s.frv. Sérstaklega er ég mikill sökker fyrir smáflokkum. Listarnir sem buðu […]

Fjóshaugurinn

Eitt versta sjálfsmark íslenskrar stjórnmálasögu er ferðapistill sem birtist í Tímanum haustið 1956. Sveinn Skorri Höskuldsson birti þann átjánda september grein um ferð sína vestur á Barðaströnd, rækilega kryddaða vangaveltum um örnefni á leiðinni, landslag og fegurðarskyn. Engan á ritstjórninni hefur getað órað fyrir því þarna um haustið að greinarstúfurinn ætti eftir að verða einhver […]