16-liða úrslit palladómar, seinni hluti (b)

Ef hægt er að finna eitthvað gegnumgangandi þema í þessari heimsmeistarakeppni, þá eru það hrakfarir „stóru“ evrópsku liðanna. Sjálfseyðingarhvötin hefur rekið hvert þeirra á fætur öðru til að fallast á sverð sín. Ekki þyrfti að koma á óvart þótt Evrópa fengi bara eitt lið í undanúrslitin. Ég læt mig reyndar dreyma um að það verði …

16-liða úrslit, palladómar – fyrri hluti (b)

Jæja, þá er riðlakeppnin búin og alvara lífsins tekur við. Sú var tíðin að úrslitakeppni HM hafði bara sextán þátttökulið. Í öllum aðalatriðum má segja að niðurstaða riðlakeppninnar hafi verið sanngjörn. Betri liðin í hverjum riðli komust áfram og þau lakari sátu eftir – hvað svo sem áætluðum styrk þeirra á pappírunum líður. 1. leikur, …

Ef ég bara hefði…

Tilboð nýja borgarstjórnarmeirihlutans til Hönnu Birnu um embætti forseta borgarstjórnar setti Sjálfstæðismenn í ljóta klípu. Þeir gátu hafnað boðinu (og þannig litið út fyrir að slá á útrétta sáttarhönd) eða tekið því (og þannig mögulega komið sér í þá vondu stöðu að axla ábyrgð án áhrifa). Þetta kallaði eflaust á mikla krísufundi í Valhöll og …

Ró og næði

Í gær fór ég til Keflavíkur að horfa á fótbolta. Eða í rauninni fór ég til Njarðvíkur – þar sem Keflvíkingar spila heimaleikina sína tímabundið. Á leiðinni á völlinn ókum við framhjá pínkulitlum og ferlega sterílum raðhúsakjarna. Mér sýndist enginn fluttur inn og húsin varla fullbúin. En þar var mikið skilti þar sem fram kom …

Uruguay (b)

Þegar mínir menn í Uruguay drógust í A-riðil, vissi ég ekki hvort ég ætti að fagna eða svekkja mig. Riðillinn virtist öflugur. Mexíkó er lið sem reikna má með að komist upp úr riðlakeppni HM. Heimalið hafa yfirleitt náð góðum árangri og þótt Frakkarnir hafi áður látið fallast á sverð sitt á stórmótum, var ekki …

Af leiðtogum

Egill Helgason birtir mynd á blogginu sínu af mönnum í gervi Leníns og Stalíns sem sitja við Kreml og gefa ferðamönnum kost á að taka af sér myndir. Hann veltir svo vöngum yfir því hvað gerast myndi ef Þjóðverji tæki upp á því sama í gervi Hitlers – hvort lögreglan skærist ekki snarlega í leikinn. …

Dýrafjarðargöng

Dýrafjarðargöng eru víst aftur komin á áætlun (þó án alvöru fjármagns). Það er alltaf kyndugt þegar jarðgöng eru kennd við annan enda þeirra frekar en fjallið (eða fjörðinn) sem þau liggja undir. Af hverju Dýrafjarðargöng frekar en t.d. Arnarfjarðargöng? Skýringin er líklega sú að Hrafnseyrarheiðargöng yrði slíkur tungubrjótur að helst ætti heima á stafsetningarprófum. Mætti …