Dýrafjarðargöng eru víst aftur komin á áætlun (þó án alvöru fjármagns). Það er alltaf kyndugt þegar jarðgöng eru kennd við annan enda þeirra frekar en fjallið (eða fjörðinn) sem þau liggja undir. Af hverju Dýrafjarðargöng frekar en t.d. Arnarfjarðargöng?
Skýringin er líklega sú að Hrafnseyrarheiðargöng yrði slíkur tungubrjótur að helst ætti heima á stafsetningarprófum.
Mætti ekki annars gefa jarðgöngum frumlegri nöfn en að kenna þau við fjöll eða byggðir?
Annars hefði Jóhanna Sigurðardóttir átt á nota þennan spuna til að bregðast við stóra 17.júní-ræðuklúðrinu. Hún hefði getað vísað til nýrra áherslna ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum og bent á að stefnan sé að tengja saman Arnarfjörð og Dýrafjörð…