Af leiðtogum

Egill Helgason birtir mynd á blogginu sínu af mönnum í gervi Leníns og Stalíns sem sitja við Kreml og gefa ferðamönnum kost á að taka af sér myndir. Hann veltir svo vöngum yfir því hvað gerast myndi ef Þjóðverji tæki upp á því sama í gervi Hitlers – hvort lögreglan skærist ekki snarlega í leikinn.

Út frá þessu má fabúlera um ólíka afstöðu Þjóðverja og Rússa til fyrrum leiðtoga sinna.

En hefði ekki verið frjórra að velta því fyrir sér hver væru eðlileg viðbrögð við því ef e-r Breti reyndi að snapa sér pening með því að klæða sig upp eins og Churchill eða Bandaríkjamaður stillti sér upp eins og Harry S Truman fyrir myndatöku?

Mér er nú mjög til efs að hringt yrði í lögguna.

Ég myndi samt ekki treysta mér til að útskýra t.d. fyrir Indverja hvers vegna maður í Lenín-búningi sé smekkleysa en maður í Churchill-búningi menningartengd ferðamennska…