Ró og næði

Í gær fór ég til Keflavíkur að horfa á fótbolta. Eða í rauninni fór ég til Njarðvíkur – þar sem Keflvíkingar spila heimaleikina sína tímabundið.

Á leiðinni á völlinn ókum við framhjá pínkulitlum og ferlega sterílum raðhúsakjarna. Mér sýndist enginn fluttur inn og húsin varla fullbúin. En þar var mikið skilti þar sem fram kom að þetta væri raðhúsahverfi fyrir 55 ára og eldri.

Hugmyndin með slíku hverfi er væntanlega sú að liðið sem er komið af léttasta skeiði geti fengið að vera í friði fyrir krakkaormum, unglingum með partýhald og öðru því veseni sem fylgir því að búa innan um fólk sem er ekki á nákvæmlega sama stað í lífinu og maður sjálfur.

Eins og þessi hugsunarháttur sé ekki nógu skrítin, þá var staðsetningin algjört met. Húsin standa undir gaflinum á félagsheimilinu Stapa…