Um uppruna götunafna

Bækurnar Reykjavík: Sögustaður við Sund eftir Pál Lýðsson eru stórskemmtilegar og fræðandi. Þær eru þó um sumt sérviskulegar. Þannig hefur höfundurinn furðumikinn áhuga á götuheitum sem eiga sér samsvaranir í örnefnum. Allar reykvískar götur fá klausu í bókunum, þótt í sumum tilvikum segir þær ekki meira en í hvaða hverfi viðkomandi gata sé og hversu …

Reiðarslag fyrir Aríku (b)

Íslenskir fótboltaskríbentar eru uppteknir við að fjalla um hrakfarir Englendinga og annað mun væntanlega ekki komast að á þeim bænum þangað til Tjallarnir verða dottnir úr keppni. Á meðan taka fæstir eftir því sem þó er öllu áhugaverðara: yfirvofandi skipbroti Afríku á HM. Afríka á sex keppnislið á mótinu. Þeir sem bjartsýnastir voru fyrir þeirra …

Vond byrjun

Meirihluti Samfylkingar og BF í borginni er ekki tekinn við völdum en fer samt illa af stað. Sagt hefur verið frá því í fréttum að ákveðið hafi verið að „leggja af“ heilbrigðisnefnd – enda til vinsælda fallið að leggja niður nefndir um þessar mundir. Nú vill hins vegar bara svo til (fyrir utan að heilbrigðisnefnd …

Sendiráð

Þegar Kínverjar keyptu gamla húsnæði Sjóklæðagerðarinnar undir sendiráð, mátti lesa víða á netinu fabúlasjónir um að hér væri eitthvað skrítið á ferðinni. Stærð nýja sendiráðsins var talin slík að það væri úr öllum takti við stærð Íslands – nema að e-ð skrítið væri á ferðinni. Í kjölfarið mátti lesa samsæriskenningar (einkum hægrinöttara á moggablogginu) um …

Evrópskt flopp? (b)

Í síðustu bloggfærslu spáði ég því að HM yrði stórkostleg vonbrigði fyrir Evrópu en stórsigur fyrir Vesturálfu. Nú ætla ég að ganga lengra og spá því að lágmark fjögur lið í fjórðungsúrslitunum komi frá Vesturheimi – og raunar sé allt eins líklegt að liðin verði fimm. Evrópa gæti náð þremur liðum í fjórðungsúrslitin, en líklega …

HM-ið mitt

Jæja, HM á morgun. Ætli ég muni blogga um annað næsta mánuðinn? Vonandi ekki… Bara svo því sé skilmerkilega til haga haldið, þá er Uruguay mitt lið. Það er talsvert síðan ég ákvað að veðja á þá og í fyrstu var ég ekki bjartsýnn á árangur. Trú mín hefur hins vegar aukist verulega á síðustu …

Sagan endurtekur sig

Fréttin af þríhliða viljayfirlýsingu Landsvirkjunar, kínversks banka og verktakafyrirtækis frá sama landi hljómar kunnuglega. Á mannamáli þýðir hún væntanlega að Kínverjarnir redda lánsfé fyrir næstu stórframkvæmdir Landsvirkjunar, ef þeir fá verkið. Og þar sem peningastofnanir standa ekki beinlínis í röðum að fá að lána okkur fjármuni, mun þetta tryggja Kínverjunum samninginn. Gylfi Arnbjörnsson er foxillur …

Til útvarps

Ég hef oft verið viðmælandi í útvarpi. Hins vegar hef ég aldrei séð um dagskrárgerð í þessum skemmtilega miðli. Á því verður nú breyting. Meðan á HM í fótbolta stendur, mun Rás 1 útvarpa fjórum þáttum um knattspyrnuíþróttina frá ýmsum sjónarhornum. Ég og Halla Gunnarsdóttir sjáum um dagskrárgerð. Fyrsti þátturinn fer í loftið kl. 13 …

Fimm villur í einni aukasetningu?

Furðuvefurinn AMX víkur að mér í framhjáhlaupi aftast í setningu í stuttum pistli í dag. Mér sýnist að þar takist pistlahöfundi að koma inn fimm villum í stuttri aukasetningu. Það hlýtur að vera met. Í pistlinum segir: „Það sem vekur sérstaka athygli smáfuglanna er að vinstristjórnin í Reykjavík sem nú hefur verið mynduð ákvað að …