Uppgangur fótboltaliðsins Olympique Lyonnais er eitt magnaðasta fyrirbæri Evrópufótboltans á síðustu áratugum. Franskur miðlungsklúbbur er á mettíma orðið eitt af stærstu félögum Evrópu – fyrst og fremst með því að vera klókari en aðrir á leikmannamarkaði: kaupa efnilega leikmenn fyrir lítið fé og selja þá aftur fyrir fúlgur. Sigurganga Lyon skýrist ekki af einhverjum ofursnjöllum …
Monthly Archives: júlí 2010
Spámaðurinn mikli
Eins og dyggir lesendur þessarar síðu ættu að vita, er ég mikill og nánast óbrigðull spámaður. Til að árétta það ætla ég að setja fram djarfan spádóm: Í tilefni af framlagningu álagningarskránna munu ungir Sjálfstæðismenn efna til einhverra táknrænna mótmæla, sem fjórir munu mæta á. Þeir munu líklega hóta því að stela skránum eða hindra fólk …
Lokum Borgarvefsjánni!
Í dag var gamli MorfÍs-uppeldissonur minn Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) fyrst borinn yfir Laufásveginn af lögreglunni og síðan handtekinn fyrir að trítla aftur yfir götuna og setjast á ný fyrir framan bandaríska sendiráðið með spjald með slagorðum gegn stríðsrekstri. Á dögunum var Lalli dæmdur í héraðsdómi fyrir að hafa á sama hátt neitað að …
PiL
Jahá, Public Image Ltd. er barasta á leiðinni aftur í stúdíó. Hvað eigum við gömlu aðdáendurnir að segja við því? Verður þetta spennandi eða bara vont? Nú er ekki gott að segja. Tökum smá Flowers of Romance í tilefni dagsins.
Dómaramistökin (b)
Davíð Þór Jónsson skrifar Bakþanka í Fréttablaðið í dag. Þeir ganga í stuttu máli út á að dómararnir hafi eyðilagt HM – svo mjög að almenningur sé í stórum stíl búið að snúa baki við keppninni. Þetta sé verst dæmda heimsmeistarakeppni sögunnar. Þessi afstaða Davíðs kemur mér talsvert á óvart. Sem forfallinn fótboltaáhugamaður hef ég …
Ringo
Í dag er Ringo Starr sjötugur. Það fær mig til að hugsa: getur hugsast að Ringo hafi komið til Íslands – þó ekki væri nema fyrir svona aldarfjórðungi? (Jájá, ég veit að það er ekki sennilegt, en við skulum samt ekki útiloka neitt.) Og segjum svo að Ringo hafi komið hingað til lands – skyldi …
Svalur og ópíumbaróninn
Sendingin af þýsku Svals og Vals-bókunum um daginn heldur áfram að vera gleðigjafi á hér Mánagötunni. Kvöldlesning síðustu nátta hefur svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum. Það eru tvær síðustu bækur Fourniers, um útistöður Svals og Vals við einræðisherrann Kodo. (Á frummálinu: Kodo le tyran & Des haricots partout.) Fournier brýtur blað í sögu bókaflokksins með …
Góðan daginn, þetta er wonderful garður…
Fyrir um áratug byrjaði Nickelodeon að framleiða teinkimyndaþættina um Dóru ferðalang. Allir foreldrar ungra barna vita að Dóru-þættirnir svínvirka, þótt vissulega sé ekki gaman að fá suma lagstúfana á heilann. Grísirnir elska þetta sjónvarpsefni og geta horft undir drep. Dóra er dökk yfirlitum og án þess að það komi beinlínis fram, má ætla að hún …
Svartar perlur (b)
Við sem lásum bókina eftir Jónas frá Hriflu um knattspyrnuferil Alberts Guðmundssonar vitum allt um viðurnefnið „Hvíta perlan“ sem frönsku blaðamennirnir gáfu okkar manni. Það var víst til aðgreiningar frá „Svörtu perlunni“ – Larbi Ben Barek, aðalmarkaskoraranum í Frakklandi sinnar tíðar. Sá var af norður-afrísku bergi brotinn og dökkur á hörund eins og gælunafnið gefur …