Ringo

Í dag er Ringo Starr sjötugur.

Það fær mig til að hugsa: getur hugsast að Ringo hafi komið til Íslands – þó ekki væri nema fyrir svona aldarfjórðungi? (Jájá, ég veit að það er ekki sennilegt, en við skulum samt ekki útiloka neitt.)

Og segjum svo að Ringo hafi komið hingað til lands – skyldi hann þá hafa dottið í það með einhverjum nafnkunnum heimamönnum? Og hver veit nema einhverjar hnyttnar sögur hafi sprottið af þessu kenderíi – t.d. eitthvað um dyntina í gamla Bítlinum?

Mikið væri nú skemmtilegt ef allt þetta hefði gerst og einhver væri til frásagnar um atburðina. Jafnvel einhver snjall sögumaður sem myndi ekki telja eftir sér að miðla upplýsingum til komandi kynslóða…

Hvers vegna í ósköpunum hafa fjölmiðlar ekkert gert í því að grafast fyrir um þetta? Hvernig stendur á þessari ærandi þögn um Ringo Starr og möguleg tengsl hans við Ísland í blöðum og ljósvakamiðlum? Spyr sá sem ekki veit.

Join the Conversation

8 Comments

  1. Stóóóórt like á þetta. Þessi þögn er mjög grunsamleg og trúlega samsæri. Hvar er eiginlega rannsóknarblaðamennskan hjá okkar svokölluðu fjölmiðlum.

  2. Góð pæling. Ringo er í viðtali í nýjasta MOJO til að plögga nýju plötuna sína. Blaðamaðurinn bað hann um að segja sér eitthvað sem hann hefði aldrei sagt í viðtali. Ringo: „Fuck off!!“.

  3. Einhver sagði mér að hann hefði komið á útihátíð í Atlavík. Einn gestanna rakst á bítilinn fyrrverandi og spurði: ,,Heyrðu, kenndir þú mér ekki smíði á Eiðum?“

  4. Egill Ólafsson fór reyndar með nokkrar skemmtilegar sögur af kallinum á Ölstofunni í gær.

  5. Þú skalt forvitnast um þetta allt á Norðfirði í sumarfríinu. Þar er örugglega fjöldi manna sem drukku með Ringo í Atlavík hér um árið. Og örugglega góðir sögumenn.

  6. sannast hér enn hið forn/nýkveðna: Kaldhæðni skilar sér ekki alltaf í bloggi og á fésbók…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *