Spámaðurinn mikli

Eins og dyggir lesendur þessarar síðu ættu að vita, er ég mikill og nánast óbrigðull spámaður. Til að árétta það ætla ég að setja fram djarfan spádóm:

Í tilefni af framlagningu álagningarskránna munu ungir Sjálfstæðismenn efna til einhverra táknrænna mótmæla, sem fjórir munu mæta á. Þeir munu líklega hóta því að stela skránum eða hindra fólk í að blaða í þeim. Þeir munu hins vegar ekki nenna því lengur en í svona þrjú kortér, klukkutíma og fara þá heim.

Þetta mun þó tryggja þeim a.m.k. eitt sjónvarpsviðtal, tvö útvarpsviðtöl og smástúf í Mogganum.

Já – ég veit að þetta er djarfur spádómur, en ég er jú maður hinna djörfu spádóma.

* * *

Og meðan ég man – þar sem ég er hvorki Pressu- né Eyju-bloggari, mun ég líklega ekki rata inn á neinn lista yfir tekjur celeb-bloggara. Það er því best að upplýsa það hérna að ég borga 1,4 milljónir í skatt. Þið verðið sjálf að reikna út hvað það gerir á mánuði.

Join the Conversation

5 Comments

 1. Þú vildir ekki verða Eyjubloggari 😉 Jafnvel þó við segðum þér að þú værir efstur á óskalistanum og dekstruðum fram og tilbaka.

  Ég tel annars að spádómurinn muni rætast. Núverandi formaður er mikill frjálshyggjumaður. Minnir að Sus-ararnir hafi ekki nennt þessu í fyrra.

 2. Stefán, þú verður nú að leyfa Heimdellingum að hafa sína Keflavíkurgöngu.

  p.s. stundum eru nú formenn félagasamtaka einnig nefndir.

 3. Puðrast nú kaldhæðnin úr blogginu þegar minnst er á Keflavíkurgöngu.

 4. En ekki gleyma því að Björk Guðmunds greiðir ekki skatta á Íslandi.

  Nauðsynlegar staðreyndir í orkumálunum…. sem Sjálfstæðismenn gripu á lofti en misstu af kaldhæðninni.

 5. Hmmm, ég myndi nú í þínum sporum ekki vera að flagga spádómsgáfunni mikið. Þó svo að ég útiloki ekki að þessi frumlega spá þín geti ræstststst.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *