Katanes

Á ofanverðum fimmta áratugnum börðust Akurnesingar fyrir því að fá bílferju yfir Hvalfjörðinn (fyrir tíma Akraborgarinnar). Ferjustæði var ákveðið og jafnvel keypt skip – sem var þó aldrei nýtt til slíkra siglinga. Samkvæmt gömlum blöðum var málið hins vegar komið svo langt að búið var að steypa hafnarkant á Katanesi fyrir ferjuna. Veit einhver staðkunnugur …

2030

Um daginn fór ég að lesa mér til um Reykjavíkursýningar vegna vinnunnar. Hnoðaði í kjölfarið saman smápistli í næsta fréttabréf Starfsmannafélags Rvíkur um sama mál. (Kannski meira um það síðar.) Sýningarnar sem um ræðir voru settar upp 1949, 1962 og 1986. Í tengslum við síðastnefndu sýninguna var gefinn út bæklingur þar sem nokkrir fjölfróðir karlar …

D-gata

Tímaritavefurinn er endalaus uppspretta skemmtunar. Var að nördast í gömlum dagblöðum að lesa um götuheitin í Norðurmýrinni. Í ársbyrjun 1937 gerðu Sigurður Nordal, Ólafur Lárusson og Pétur Sigurðsson fram tillögur um nöfn gatnanna og sóttu þau í sagnir af landnámi Reykjavíkur annars vegar en Laxdælu hins vegar. Norðurmýrin hafði hins vegar verið skipulögð nokkru fyrr …

Velheppnuð forræðishyggja

Áhugaverð staðreynd úr iþróttasögunni: Íslendingar bönnuðu hnefaleika árið 1956 og fylgdu því banni stíft eftir. Hnefaleikamenn voru stúrnir yfir þessu, en urðu að leita sér að annarri íþrótt í staðinn. Sú grein var júdó, sem óx hratt hér á landi næstu árin á eftir – raunar mun hraðar en í löndunum í kringum okkur. Fyrir …

Newport County (b)

Í kvöld gerði Luton sitt fyrsta jafntefli í 5tu deildinni. Erum því með tíu stig eftir fjóra leiki, reyndar einir í efsta sæti eftir að Wimbledon tapaði sínum leik. Luton og Wimbledon hafa hvorugt leikið í Evrópukeppni. Keppnisbannið sem skellt var á ensku liðin eftir að Liverpool-bullurnar komu af stað blóðbaðinu í Brussel, gerði það …

Grænland

Það eru miklar gleðifregnir að draumur Grænlendinga um að verða olíuríki virðist loks vera að rætast. Þessu fagna allir góðir menn. Best er að þá munu Grænlendingar loksins geta sagt Dönum hvert þeir mega troða yfirráðum sínum. Fátt er ömurlegra að heyra en hvernig margir Danir tala um Grænlendinga. Grænlendingar eru jafnt og þétt að …

1979 aftur? (b)

Haukar Hafnarfirði eru í efstu deild karlafótboltans í annað sinn í sögu sinni. Fyrra skiptið var 1979, en þá eins og nú fóru þeir „óvart“ upp og voru kjöldregnir. 1979 unnu Haukar einn einasta leik allt sumarið, þar var seint í mótinu. Sá leikur varð hins vegar afdrifaríkur, því eini sigurleikur Haukanna var gegn ÍA …

Fótboltagetraun (b)

Getraun þessa mánudags tengist enska boltanum: Á dögunum fékk nýjasta eintakið af When Saturday Comes, sem er skemmtilegasta enska fótboltablaðið að mínu mati. Með blaðinu var fylgirit þar sem farið var yfir liðin í fjórum efstu deildum enska boltans og skosku úrvalsdeildinni. Rætt var við einn stuðningsmann hvers liðs og hann spurður út í væntingar …

Skriftarstóllinn

Hvellurinn út af Geirs Waage-málinu vekur upp ýmsar spurningar fyrir okkur sem ekki þekkjum launhelgar kirkjunnar. Þegar er búið að spyrja augljósu spurningarinnar: hvort sr. Geir myndi virkilega ekki tilkynna það ef hann fengi upplýsingar um pedófíl? Geir segir svo ekki vera. Næsta spurning væri svo til sr. Bjarna Karlssonar og félaga, sem krefjast brottreksturs …

Frímerki og höfundarréttur

Fyrir nokkrum árum kom ég að því í vinnunni að gefa út póstkort með myndum af gömlum frímerkjum sem sýndu íslenskar virkjanir. Þetta voru glæsileg frímerki og póstkortin reyndust afar vinsæl. Áður en farið var í prentunina vöknuðu hins vegar spurningar um hvort ekki þyrfti að fá leyfi fyrir útgáfunni. Ég lagðist í símann og …