Fótboltagetraun (b)

Getraun þessa mánudags tengist enska boltanum:

Á dögunum fékk nýjasta eintakið af When Saturday Comes, sem er skemmtilegasta enska fótboltablaðið að mínu mati. Með blaðinu var fylgirit þar sem farið var yfir liðin í fjórum efstu deildum enska boltans og skosku úrvalsdeildinni. Rætt var við einn stuðningsmann hvers liðs og hann spurður út í væntingar sínar og hvaða menn yrðu í sviðsljósinu.

Samtals eru þetta 92 lið í Englandi og 12 í Skotlandi eða alls 104 félög. Samt er bara talað við 103 stuðningsmenn. Og nú er spurt: hvaða félag vantaði í þessa upptalningu WSC? (Hér þarf ekki að giska út í loftið, heldur er rökrétt skýring á þessu, ef að er gáð.)

…það má líka láta fylgja með skýringu á þessu fráviki.

Join the Conversation

8 Comments

 1. Ég ætla að giska á að þú sért einn þessara stuðningsmanna og sért fulltrúi Luton í Englandi og einhvers klúbbs í Skotlandi líka.

 2. Þetta er að Berwick sem er enskt lið sem spilar í skosku deildinni.
  Getur það verið?

 3. Ég giska á að MK Dons sé ekki þarna á meðal þar sem það lið hefur enga stuðningsmenn (alla vega ekki neina sem að eru viðurkenndir annars staðar).

 4. Þar hittirðu naglann á höfuðið!

  Á WSC eru menn langræknir og munu aldrei fyrirgefa það hvernig Wimbledon var yfirtekið og flutt til steinsteypuparadísarinnar Milton Keynes. Þeir viðurkenna því ekki að MK Dons sé til.

 5. „No questions asked“ eins og venjulega. (var reyndar búinn að sjá staðfestingu á þessu um daginn)
  Þegar MKDons og AFC Wimbledon keppa í deildinni ætla ég á leikinn. Sem og þúsundir annarra óháðra…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *