Newport County (b)

Í kvöld gerði Luton sitt fyrsta jafntefli í 5tu deildinni. Erum því með tíu stig eftir fjóra leiki, reyndar einir í efsta sæti eftir að Wimbledon tapaði sínum leik. Luton og Wimbledon hafa hvorugt leikið í Evrópukeppni. Keppnisbannið sem skellt var á ensku liðin eftir að Liverpool-bullurnar komu af stað blóðbaðinu í Brussel, gerði það að verkum að þessi lið misstu af því að keppa á þeim vettvangi.

Andstæðingar Luton í kvöld hafa hins vegar tekið þátt í Evrópukeppni og voru meira að segja hársbreidd frá því að fara í undanúrslitin. Þeim árangri náði Newport County í byrjun níunda áratugarins, með John Aldridge fremstan í flokki.

Newport er frá Wales og er eitt af 6-7 velskum liðum sem kosið hafa að leika í enska fótboltapíramídanum (UEFA til sárrar skapraunar). Þessi lið tóku lengi vel þátt í velsku bikarkeppninni og gátu sem slík unnið sér keppnisrétt í Evrópukeppni bikarhafa. Sú kynduga staða gat því komið upp að evrópsk stórlið kepptu við lið úr 3ju eða 4ðu deild enska boltans – og furðu oft náðu Walesverjarnir góðum úrslitum.

Undir lok níunda áratugarins lenti Newport í verulegum peningavandræðum. Liðið féll úr 4ðu deildinni og var að lokum gert gjaldþrota. Slíkt er afar fátítt. Þótt það sé nánast föst regla að atvinnufótboltalið séu meira og minna á hausnum, þá er þeim nánast alltaf bjargað á síðustu stundu. Newport County var hins vegar lagt niður, Ég man eftir að hafa lesið fréttir um þetta í Shoot og Match af miklum áhuga, enda héldu menn að þetta væri bara byrjunin á skriðu gjaldþrota – sem ekki varð.

Sama ár var liðið endurstofnað undir nálega sama nafni, mörgum deildum neðar. Þeim tókst með harmkvælum að knýja það í gegn að fá að spila áfram Englandsmegin landamæranna. (Afar ólíklegt er að nýju velsku liði yrði leyft það í dag.) En leiðin til baka var löng.

Í vor komst Newport upp í 5tu deildina í fyrsta sinn frá gjaldþrotinu fyrir rúmum tuttugu árum. Stuðningsmenn Luton eru svekktir yfir að hafa ekki unnið leikinn í kvöld, ekki hvað síst eftir að vítaspyrna fór í súginn undir lokin. En Newport er víst með fínt lið og enginn þyrfti að vera hisa þótt gamla liðið hans Aldridge verði komið aftur í deildarkeppnina innan 4-5 ára. Svona hefur fótboltinn nú tilhneigingu til að leita aftur í sama farið að lokum.

Join the Conversation

1 Comment

  1. Getting ready for my time of the month would this be part of the issue. Also do I continue the drops during this time. I have read both. The moment I started to use this miracle formula, I was certain that it was going to work for me.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *