Velheppnuð forræðishyggja

Áhugaverð staðreynd úr iþróttasögunni:

Íslendingar bönnuðu hnefaleika árið 1956 og fylgdu því banni stíft eftir.

Hnefaleikamenn voru stúrnir yfir þessu, en urðu að leita sér að annarri íþrótt í staðinn. Sú grein var júdó, sem óx hratt hér á landi næstu árin á eftir – raunar mun hraðar en í löndunum í kringum okkur.

Fyrir vikið urðu Íslendingar hörkugóðir júdómenn. Íslendingur komst á verðlaunapall árið 1984 og litlu mátti muna að það sama hefði gerst fjórum árum fyrr. Bronsið í Los Angeles telst einn af hápunktum íslenskrar íþróttasögu. Segið svo að boð og bönn skili aldrei neinu!

Join the Conversation

7 Comments

  1. Brons er flott, en hvað ef Íslendingar hefðu á meðan getað eignast heimsmeistara í hnefaleikum?

  2. Er júdóið ekki ófyrirséð aukaafurð?

    Hvað með slagsmálin sem bannið átti að vinna á, er hægt að segja bein áhrif megi greina þar af völdum bannsins?

  3. Og ekki gleyma stangastökki kvenna! Vala Flosa hefði líklega vaið boxið fram yfir stöngina á sínum tíma. Við, og ekki síst hún sjálf, eigum þessari forsjárhyggju þar mikið að þakka.

  4. Nei – það var reyndar öðruvísi forsjárhyggja sem bjargaði okkur þar. Íþróttaforystan taldi það óráðlegt að leyfa konum að keppa í stangarstökki og þess vegna var það ekki viðurkennd keppnisgrein í stórmótum í frjálsum. Þegar opnað var fyrir keppni í greininni, þá vorum við/Vala svo heppin að hún var búin að æfa greinina og var orðin nokkuð góð – þar sem kom sér vel að það voru frekar fáir iðkendur.

    Um leið og stangarstökkið festi sig í sessi, hættu okkar stúlkur að eiga séns í toppsætin. Ef stangarstökk hefði verið opið konum alla tíð þá hefðum við tæplega fengið bronsið í Sidney. Svo já… enn eitt dæmið um sigur forsjárhyggjunnar!

  5. Bönnum háskólanám í stærðfræði og eðlisfræði. Þá gætum við fengið efnafræðinga á heimsmæliskvarða!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *