Katanes

Á ofanverðum fimmta áratugnum börðust Akurnesingar fyrir því að fá bílferju yfir Hvalfjörðinn (fyrir tíma Akraborgarinnar). Ferjustæði var ákveðið og jafnvel keypt skip – sem var þó aldrei nýtt til slíkra siglinga.

Samkvæmt gömlum blöðum var málið hins vegar komið svo langt að búið var að steypa hafnarkant á Katanesi fyrir ferjuna. Veit einhver staðkunnugur Vestlendingur hvort e-ð er eftir af því mannvirki og hvort það sé auðsjáanlegt fyrir ferðalanga?

Join the Conversation

5 Comments

  1. Á loftmynd á ja.is, sjást mannvirki í fjörunni sem eru líklega leifar af einum ef ekki tveimur hafnargörðum.

  2. Ég kannast nú bara við Katanesdýrið. Skyldi þessi bryggja vera í ætt við það?

  3. Jú, ég er alinn upp á þessum slóðum og lék mér í þessari fjöru sem krakki. Ferjubryggjan, sem var í raun steyptur kantur utan á hlöðnum garði, er enn sýnileg og það ætti að vera auðvelt að komast að henni. Í gamla daga var hún ca miðja vegu á milli Járnblendiverksmiðjunnar og Katanesbæjarins. Nú nær austasti hluti álversins inn fyrir bryggjuna og búið er að rífa bæinn í Katanesi en vegurinn þangað er opinn að því ég best veit og leiðin því greið.

    Ef þú gerir þér ferð til að skoða þetta er þér velkomið að hringja í mig og ég gæti kannski skotist með þér. Ég hefði bara gaman að því.

    Ég held það sé rétt að „ferjan“ hafi verið landgönguprammi úr stríðinu sem átti að ferja bíla á milli Kataness og Meleyrar í Kjós. Á Meleyri voru engin mannvirki reist, enda átti bara að lenda þar í malarfjöru og aka beint upp úr prammanum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *