Billegur samanburður

Pétur Gunnarsson frændi minn skrifar lítinn fréttamola aftan á Fréttablaðið í dag, sem hefur einkum þann tilgang að koma því að í tíunda skipti að Helgi Pétursson Ríó tríó-kempa sé faðir aðstoðarkonu borgarstjóra. Hann notar tækifærið til að endurtaka samanburðinn á því hversu margir starfi við almannatengsl hjá Orkuveitunni miðað við stærstu almannatengslafyrirtæki landsins. Þetta …

Váleg tíðindi

Ljótar fréttir berast nú úr Ölvisholti. Ölvisholtsmenn eru snillingar þegar kemur að því að brugga bjór, þótt mögulega sé viðskiptavitið eitthvað minna. En hver vill líka að listamenn séu aurasálir? Hvað svo sem gerist, má þetta brugghús ekki deyja. Það er augljóslega borgaraleg skylda að fara í ríkið á eftir og kaupa smá Skjálfta og …

Tölvusafn

Oddur Benediktsson, prófessor emeritus, lést á þriðjudaginn. Tilkynning um það var send á alla starfsmenn Háskóla Íslands í gær. Þar er fallinn frá einn af lykilmönnunum í sögu íslenskrar tölvuvæðingar. Hann var fyrsti heiðursfélagi Félags tölvunarfræðinga og væri raunar langt mál að telja upp allar hans viðurkenningar fyrir störf á því sviði. Oddi kynntist ég …

Barnes-Homer (b)

Áhugamönnum um enska boltann á níunda áratugnum ætti að hlýna um hjartarætur við að skoða stigatöfluna í utandeildinni (sem ég ætti líklega hér eftir að kalla 5. deildina – því hún er vissulega sú fimmta efsta í enska knattspyrnupíramídanum.) Luton er nefnilega efst og Wimbledon í öðru sæti. Þetta eru einu liðin sem unnið hafa …

Göngurnar, klóakið og námskeiðið

Einhverra hluta vegna er alltaf mest hjá mér að gera á tímabilinu frá miðjum ágúst og fram í lok október. Öll verkefni virðast meira og minna lenda á þessum vikum og þótt ég lofi mér á hverju ári að reyna að dreifa verkefnunum skynsamlegar þá tekst það aldrei. Ekki að ég sé að kvarta – …

HM 1938 (b)

Heimsmeistarakeppnin í Frakklandi 1938 er yfirleitt það mót sem fær fæstar blaðsíður í sögubókum um HM. Ítalir urðu heimsmeistarar og eru líklega verst þokkaða sigurlið sögunnar – amk eftir á að hyggja – (voru óspart með fasistakveðjur á lofti, léku í svarta fasistalitnum gegn heimamönnum o.s.frv.) Austurríki hefði væntanlega getað teflt fram frábæru liði, en …

Rafbækurnar

Í gömlum vísindaskáldskap var yfirleitt gert ráð fyrir að í framtíðinni samanstæðu máltíðir fólks af einni lítilli pillu, með samþjöppuðum næringarefnum. Það endurspeglði stórkostlegan misskilning á þeirri félagslegu athöfn að borða mat og þeirri nautn sem því fylgir. Ég held fólkið sem trúir því að í framtíðinni muni rafbækur leysa prentaðar bækur af hólmi sé …