Svöl sagnfræði

Ég er á nokkrum tölvupóstlistum tengdum sagnfræði. Einn þeirra en listi sem einkum er skipaður Bandaríkjamönnum og Bretum og fjallar um vísinda- og tæknisögu. Obbinn af skeytunum þar er auglýsingar um stöður í útlöndum, tilkynningar um útgáfu bóka, boð á ráðstefnur og fyrirspurnir um lesefni varðandi hinar og þessar rannsóknarpurningar. 95% eyði ég ólesnu. Stundum …

Crawley (b)

Fyrir u.þ.b. ári síðan bloggaði ég um stöðu og horfur í ensku utandeildinni. Ég greip til samlíkinga og sagði að Luton væri Manchester United og Oxford væri Chelsea mótsins. Samanburðurinn átti rétt á sér. Luton er það félag í utandeildinni sem á langflesta stuðningsmennina, hæstlaunuðu leikmennina og öflugasta hópinn. Oxford kom þar fast á eftir. …

Múmínspeki

Fjölmiðlar hafa gert sér mat úr orðum Jóns Gnarrs þess efnis að Múmínpabbi hafi lýst þeirri skoðun sinni að Ísland eigi að ganga í ESB. Þetta hefur ýmsum þótt sniðugt og verið til þess tekið hversu gaman sé að hafa borgarstjóra sem kunni sín Múmínálfafræði. Eðlilegri viðbrögð væru þó að spyrja hvort Jón sé gjörsamlega …

Að sýna puttann

Famelían á Mánagötunni er komin aftur heim eftir tæplega þriggja vikna ferðalag um Ísland (vika á Illugastöðum, langt stopp í Neskaupstað og smástopp í Suðursveitinni á heimleiðinni). Skömmu eftir komuna til Norðfjarðar fórum við í kaffi til vina og fljótlega snerum við okkur að þjóðaríþrótt Íslendinga: að hæðast að nærsveitungum. Eskfirðingar eru hinn augljósi skotspónn …

Brunavarnir

Baldur McQueen er klókur bloggari. Hann skrifar áhugaverða færslu um brunavarnir og muninn á Íslendingum og Bretum. Kveikjan að skrifum Baldurs er úttektin þar sem Hvalfjarðargöng fengu falleinkunn. (Sú skýrsla held ég reyndar að sýni ekki fram á mikið annað en þá staðreynd að Hvalfjarðargöng voru grafin áður en alþjóðlegir öryggisstaðlar voru snarhertir eftir alvarleg …