Góð ábending hjá Þorleifi

Vek athygli á þessari frétt Smugunnar um góða ábendingu Þorleifs Gunnlaugssonar. Reyndar er fyrirsögn fréttarinnar röng. Þorleifur er svo sannarlega ekki að fara fram á að þrengt verði að bandaríska sendiráðinu – heldur þvert á móti að sendiráðið hætti að þrengja að nágrönnum sínum. Bandaríska sendiráðið hefur um árabil hegðað sér eins og það ráði […]

Þúsundárahúsið

Var að lesa mér til um byggingarsögu Vífilsstaðaspítala, þegar ég rakst á ræðu Guðmundar Björnssonar sem haldin var í reisugillinu síðla árs 1909. Þar hefur Guðmundur stór orð um hve reisulegt mannvirkið sé og setur í samhengi við húsagerðarsögu Íslendinga. Hann hóf mál sitt á að ræða um ævagömul mannvirki í öðrum menningarsamfélögum sem væri […]

Sveitarafstöðvar

Þegar ég segi fólki sem komið er yfir miðjan aldur frá því hvað ég starfi við, fæ ég ótrúlega oft viðbrögðin: „Aha – orkusaga. Hvernig er það, hefur eitthvað verið fjallað almennilega um sveitarafstöðvavæðinguna íslensku?“ Viðbrögð mín við þessari spurningu eru yfirleitt á þá leið að stama e-ð um að það hafi nú verið skrifað eitthvað […]

Handklæði (b)

Fór í kvöld á Ölver og horfði á Luton rúlla yfir Wimbledon, 3:0. Leikurinn var reyndar furðu fjörugur og spennandi þrátt fyrir muninn. Annað markið okkar var skalli í bláhornið eftir langt innkast. Jake Howells,einn miðjumanna Luton, tekur innköst sem minna á Rory Delap í úrvalsdeildinni og olli miklum usla í hvert sinn sem hann […]

Mánuður í Montevideo – II. hluti (b)

Seinni hluti umfjöllunar um bók Hyper Jawads um HM í Uruguay 1930: Keppnisliðin í Uruguay voru þrettán. Aðeins tvö þeirra áttu nokkra möguleika á að hampa Níke-styttunni: Uruguay og Argentína. Þriðja besta liðið reyndust vera Bandaríkjamenn. Lið þeirra var geysilega vinsælt hjá heimamönnum (enda Bandaríkjamenn almennt mikils metnir á þessum tíma). Bandaríska liðið var skipað […]

Um óðu mennina

Andri Snær Magnason skrifar mikla grein í Fréttablaðið í dag, sem allir ættu að lesa. Sérstaklega þeir sem munu aldrei gera það. Í greininni víkur Andri að einu og öðru varðandi þróun íslenskra orkumála síðustu árin. En hann kemur líka inn á Einar Ben… Virkjunarhugmyndir Einars Ben og félaga í Þjórsá voru með hreinum ólíkindum. […]