Góð ábending hjá Þorleifi

Vek athygli á þessari frétt Smugunnar um góða ábendingu Þorleifs Gunnlaugssonar. Reyndar er fyrirsögn fréttarinnar röng. Þorleifur er svo sannarlega ekki að fara fram á að þrengt verði að bandaríska sendiráðinu – heldur þvert á móti að sendiráðið hætti að þrengja að nágrönnum sínum. Bandaríska sendiráðið hefur um árabil hegðað sér eins og það ráði …

Þúsundárahúsið

Var að lesa mér til um byggingarsögu Vífilsstaðaspítala, þegar ég rakst á ræðu Guðmundar Björnssonar sem haldin var í reisugillinu síðla árs 1909. Þar hefur Guðmundur stór orð um hve reisulegt mannvirkið sé og setur í samhengi við húsagerðarsögu Íslendinga. Hann hóf mál sitt á að ræða um ævagömul mannvirki í öðrum menningarsamfélögum sem væri …

Hjónaband/vistarband

Fréttin af brasilísku konunni sem stugga á úr landi eftir að hún skildi við eiginmann sinn er ömurleg. Sjálfur kannast ég við konu sem var í sömu stöðu. Hún giftist íslenskum manni, eignaðist með honum barn og bjó sér heimili á Íslandi. Hún kepptist við að læra tungumálið, réð sig í vinnu og plumaði sig …

Sálarangist þingmanna

Birna Gunnarsdóttir frænka mín skrifaði hörkugóða grein í Fbl. um helgina sem hefði mátt fá mun meiri athygli. Þar ber hún saman annars vegar mál nímenninganna sem nú eru fyrir dómstólum fyrir atbeina þingsins, eftir að hafa verið kærðir með slembiúrtaki úr mun stærri hópi fólks og sem dæma á eftir gömlum landráðalögum en hins …

Sveitarafstöðvar

Þegar ég segi fólki sem komið er yfir miðjan aldur frá því hvað ég starfi við, fæ ég ótrúlega oft viðbrögðin: „Aha – orkusaga. Hvernig er það, hefur eitthvað verið fjallað almennilega um sveitarafstöðvavæðinguna íslensku?“ Viðbrögð mín við þessari spurningu eru yfirleitt á þá leið að stama e-ð um að það hafi nú verið skrifað eitthvað …

Handklæði (b)

Fór í kvöld á Ölver og horfði á Luton rúlla yfir Wimbledon, 3:0. Leikurinn var reyndar furðu fjörugur og spennandi þrátt fyrir muninn. Annað markið okkar var skalli í bláhornið eftir langt innkast. Jake Howells,einn miðjumanna Luton, tekur innköst sem minna á Rory Delap í úrvalsdeildinni og olli miklum usla í hvert sinn sem hann …

Mánuður í Montevideo – II. hluti (b)

Seinni hluti umfjöllunar um bók Hyper Jawads um HM í Uruguay 1930: Keppnisliðin í Uruguay voru þrettán. Aðeins tvö þeirra áttu nokkra möguleika á að hampa Níke-styttunni: Uruguay og Argentína. Þriðja besta liðið reyndust vera Bandaríkjamenn. Lið þeirra var geysilega vinsælt hjá heimamönnum (enda Bandaríkjamenn almennt mikils metnir á þessum tíma). Bandaríska liðið var skipað …

Um óðu mennina

Andri Snær Magnason skrifar mikla grein í Fréttablaðið í dag, sem allir ættu að lesa. Sérstaklega þeir sem munu aldrei gera það. Í greininni víkur Andri að einu og öðru varðandi þróun íslenskra orkumála síðustu árin. En hann kemur líka inn á Einar Ben… Virkjunarhugmyndir Einars Ben og félaga í Þjórsá voru með hreinum ólíkindum. …