Góð ábending hjá Þorleifi

Vek athygli á þessari frétt Smugunnar um góða ábendingu Þorleifs Gunnlaugssonar. Reyndar er fyrirsögn fréttarinnar röng. Þorleifur er svo sannarlega ekki að fara fram á að þrengt verði að bandaríska sendiráðinu – heldur þvert á móti að sendiráðið hætti að þrengja að nágrönnum sínum.

Bandaríska sendiráðið hefur um árabil hegðað sér eins og það ráði – ekki aðeins yfir eigin húseign, heldur líka yfir lóðum nágrannanna og götunni fyrir framan húsið. Það hefur m.a. leitt til handtöku saklausra mótmælenda eins og Lalla sjúkraliða, sem frægt er orðið.

Þorleifur hittir því naglann á höfuðið þegar hann bendir á að rétt sé að fjarlægja tafarlaust þessa vegartálma sem sendiráðið hefur látið koma upp. Að öðrum kosti getur bandaríska utanríkisráðuneytið bara keypt sér húsnæði með garði.