Þegar langafi drap trúarbragðasöguna

(Þetta er efnislega endursögð nokkurra ára gömul bloggfærsla í ljósi umræðna síðustu daga.) Stóra umræðuefni vikunnar í þjóðfélaginu eru samskipti kirkjunnar og skólanna – hvað sé boðun og hvað sé fræðsla. Þetta er raunar frábært hlé frá öllu vaxta- og afskriftaþvarginu. Málið er mér skylt. Langafi drap nefnilega á sínum tíma kennslu í trúarbragðasögu á …

Bath tapar… (b)

Í kvöld fylgdist ég með Twitter-uppfærslum stuðningsmanna Bath City af leik þeirra gegn Swindon Supermarines í forkeppni bikarsins. Ég var nær örugglega eini Íslendingurinn sem varði kvöldinu í þetta. Bath tapaði, 3:4 á heimavelli gegn liði sem er einhverjum tveimur deildum fyrir neðan þá. Þessum úrslitum fagnaði ég mjög – af fullkomlega eigingjörnum ástæðum. Þannig …

Hjólastólahandbolti

Þessi fréttatilkynning frá HK er stórmerkileg. Með þessu hefur HK formlega tekið upp hjólastólahandbolta á íþróttaskrá sína. Hér er um tímamótaviðburð að ræða. Til þessa hafa íþróttir fatlaðra verið rækilega afmarkaðar í sérstökum íþróttafélögum fatlaðs fólks. Mér sýnist að HK verði því fyrsta hefðbundna íþróttafélagið til að taka þessar greinar inn til sín á jafnréttisgrundvelli. …

Forsíðan

Hinn annars frábæri Tímaritavefur Landsbókasafnsins er ekki gallalaus. Þannig er aðeins aðra forsíðu Moggans þann ellefta janúar 2004 þar að finna. Það er hasarforsíðan um „heimsviðburðinn“ þegar Íslendingar fundu efnavopnin í Írak. Hins vegar er ekki að finna þá útgáfu blaðsins sem áskrifendur úti á landi fengu í hendur, sem er sá hluti upplagsins sem ekki …

10 sögulegar hagtölur á degi hagtölunnar

1. Árið 1937 voru 478 smásöluverslanir í Reykjavík, það var þá rétt rúmlega helmingur slíkra verslana á landinu öllu. 2. Lýðveldisárið 1944 tóku Reykvíkingar 124.422 bækur að láni hjá Bæjarbókasafninu, þar af 87.258 skáldrit. 3. Hæst brunabótaverð opinberrar byggingar í Reykjavík árið 1951 var á Þjóðleikhúsinu, 16.689.000 kr. Þar á eftir komu Landsspítalinn, aðalbygging Háskólans …

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Færsla þessi birtist einnig á Friðarvefnum. Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að samtökunum Mayors for Peace, sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna í veröldinni. Við í Samtökum hernaðarandstæðinga fögnum þessum fregnum sérstaklega, enda langt síðan við hvöttum Reykjavíkurborg til þess að stíga þetta skref. Það var á …

Vænisýki

Á fimmta hundrað manns hafa nú boðið sig fram til stjórnlagaþings. Það er helvítis hellingur af fólki. Allir þessir frambjóðendur hafa safnað vænum slatta meðmælenda. Sjálfur skilaði ég inn fimmtíu nöfnum. Söfnunin tók dálítin tíma, einkum vegna þess að ég ákvað af nördaskap mínum að leggja mikið upp úr því að samsetningin yrði sem fjölbreytilegust. …

700 slög (með bilum)

Það er erfitt að segja mikið í sjöhundruð slögum (hvort sem er með eða án bila). Þetta er þó það rými sem landskjörstjórn úthlutar hverjum frambjóðanda til stjórnlagaþings til að svara spurningunni um það hvers vegna viðkomandi bjóði sig fram. Svörin verða svo birt í opinberu kynningarefni vegna kjörsins. Um kvöldmatarleytið skilaði ég framboðinu mínu …

Áskorun til íslensku þjóðarinnar

Sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að Lalit Modi, einn kunnasti krikketleikmaður allra tíma, hafi hug á að sækja um hæli á Íslandi. Modi er erftirlýstur af indverskum stjórnvöldum, sem er mjög ósanngjarnt í ljósi þess hvað hann var góður í krikket og er almennt séð frægur.   Íslenskir krikketáhugamenn telja í …