Svikamyllan

Svikamylla ársins 2010 hlýtur að vera fundin.

Baldvin Jónsson, varaþingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa verið plataður til að styðja frumvarp um að sturta peningum í hafnargerðina í Helguvík. Svo er að sjá að hann hafi ekki áttað sig á því að framkvæmdirnar stæðu í sambandi við álversdraumana á staðnum.

Annað hvort er Baldvin mesti hrekkleysinginn á löggjafarsamkomunni eða sá sem plataði hann til að skrifa undir klókasti svikahrappur þingsögunnar.