Mótsagnir?

Um þessar mundir ber talsvert á tvenns konar spuna tengdum áliðnaðinum.

i) Haldið er fram mikilvægi þess að fara í stóriðjuframkvæmdir til að koma atvinnulífinu í gang.

ii) Reiknað er út að stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hafi í raun haft óveruleg áhrif á þensluna sem átti sér stað á liðnum áratug og efnahagslegt mikilvægi þeirra hafi því verið stórlega ofmetið.

– Það kúnstuga er, að þótt þessar tvær staðhæfingar virðist í augljósri mótsögn, er þeim haldið á lofti af sama fólki. Samkvæmt því olli álversævintýrið fyrir austan engri sérstakri þenslu, en brýnt sé að reisa ný álver til að ná fram vexti.

Á hinum endanum eru svo andstæðingar stóriðjustefnunnar sem telja fráleitt að nýtt álver geti hleypt af stað sérstökum hagvexti, en að verkefnið á Austurlandi hafi valdið því að allt fór að blása út.

Er þetta ekki dálítið mótsagnakennt?