Mótsagnir?

Um þessar mundir ber talsvert á tvenns konar spuna tengdum áliðnaðinum. i) Haldið er fram mikilvægi þess að fara í stóriðjuframkvæmdir til að koma atvinnulífinu í gang. ii) Reiknað er út að stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hafi í raun haft óveruleg áhrif á þensluna sem átti sér stað á liðnum áratug og efnahagslegt mikilvægi þeirra hafi …

Svikamyllan

Svikamylla ársins 2010 hlýtur að vera fundin. Baldvin Jónsson, varaþingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa verið plataður til að styðja frumvarp um að sturta peningum í hafnargerðina í Helguvík. Svo er að sjá að hann hafi ekki áttað sig á því að framkvæmdirnar stæðu í sambandi við álversdraumana á staðnum. Annað hvort er Baldvin mesti hrekkleysinginn á …

1987

Júní 1987. Góðgerðarleikur á Laugardalsvelli: frægir spila fótbolta gegn landskunnum. Í hálfleik er vítakeppni. Albert Guðmundsson, Pétur Pétursson og Arnór Guðjohnsen taka spyrnurnar… með bundið fyrir augun. Fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir í marki. Ísland var að mörgu leyti andstyggilegur staður á níunda áratugnum.

Eignatilfærslan mikla

Um daginn var ég að rýna í greiðsluseðilinn af íbúðaláninu mínu og rak þá augun í að lánið hafði lækkað vegna verðhjöðnunar. Einhvern veginn hafði maður ímyndað sér að verðhjöðnun væri bara til í ævintýrunum – en vissulega getur þessi staða komið upp og verðtryggingin því komið til lækkunar lána… þótt það sé klárlega fágætt …