Frambjóðendur til stjórnlagaþings eru á sjötta hundrað talsins – og ef rennt er yfir fésbókarsíðurnar, bloggin og kynningartextana á vef kjörstjórnar sýnist manni að þeir séu meira og minna allir sammála um nokkurn veginn allt. Það fer amk lítið fyrir ágreiningsefnum.
Þar sem mér er eðlilslægt að vera fúll á móti, ákvað ég því að tala fyrir óvinsælli skoðun í þessum gestapistli á Pressunni.