Múmínálfabókin um Halastjörnuna hefur verið endurútgefin á íslensku, sem er auðvitað hið besta mál. Að því tilefni verður efnt til kaffikvölds um múmínálfabækurnar á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar í kvöld kl. 20, hvað allir athugi.
Erindi flytja:
* Erna Erlingsdóttir – Seint í nóvember. Síðasta múmínbókin, fjarvera og ferðalög
* Stefán Pálsson – Múmínsnáðinn, Kattholtsstrákurinn, Erlendur lögregluforingi & Sir Edmund Halley
* Dagný Kristjánsdóttir – Múmínálfarnir og hamskiptin
* Óttarr Ólafur Proppé