Númerið

Um daginn var ég spurður út í frambjóðendanúmerið mitt í stjórnlagaþingskosningunni. Ég þurfti að slá því upptil að vera viss. 4954 er ekki auðveld tala að muna – ekki frekar en flestar aðrar fjögurra stafa tölur.

Yfirleitt reyni ég að muna slíkar tölur með því að brytja þær niður í minnisstæð ártöl sem hægt er að tengja við sögulega viðburði. Þannig hef ég munað öll mín pin-númer útfrá ártölum í orkusögunni (stækkunum virkjana, markverðum línulögnum o.s.frv.)

4954 býður ekki upp á neina augljósa slíka kosti. ´49 er jú reyndar stofnár Nató & ´54 getur vísað í HM í Sviss. Engin snilldartenging, en betra en ekkert svosem. Einhverjar aðrar uppástungur?