Aðskilnaðurinn

Við stjórnlagaþingsframbjóðendur fáum þessa daga ókjörin öll af tölvupósti með fyrirspurnum um allt milli himins og jarðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða félagasamtök sem vilja pota málstað sínum inn í stjórnarskránna – sem er oft og tíðum hið besta mál. Stundum er það langsóttara.

Þannig sendir fjallabílaklúbburinn 4*4 fyrirspurn um hvort frambjóðendur séu til í að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um ferðafrelsi til að njóta náttúrunnar? Auðvitað kemur slíkt til greina – en á sama hátt má ljóst vera að félagið ætlar sér með spurningunni einungis að fella keilur í baráttu sinni við reglur um jeppaferðir á hálendinu.

Sorrý krakkar – það er ekki mál sem þið getið leyst á þessum vettvangi! Þrátt fyrir allar fínar ferðafrelsisklausur í stjórnarskrám, þá hlyti það eftir sem áður að liggja á borði þings eða ráðuneytis að setja lög og reglur um hluti eins og öxulunga, umferðarstýringu o.s.frv. o.s.frv. – Þennan slag verður að taka við pólitíkusana.

Á sama hátt sýnist mér að margir telji að stjórnlagaþingið sé vettvangurinn til að skera úr um hvort ríki og kirkja skuli aðskilin. Það er misskilningur. Hvort vikið sé sérstaklega að Þjóðkirkjunni í stjórnarskránni hefur vissulega talsvert táknrænt gildi – en aðrir þættir skipta þó mun meira máli varðandi samband ríkis og kirkju.

Þótt öllum vísunum í Þjóðkirkjuna yrði rutt út úr stjórnarskrá, þá þyrfti það ekki að hafa nein raunveruleg áhrif á stöðu kirkjunnar – þar sem staða hennar byggist öðru fremur á almennum lögum. Á sama hátt gætu prestar tekið yfir stjórnlagaþing og fyllt stjórnarskránna af vísunum til Þjóðkirkjunnar, en þær romsur færu fyrir lítið ef þingið breytti lögunum um Þjóðkirkjuna á hinn veginn.

Um daginn sendi Þjóðkirkjan mér spurningar um afstöðuna til stjórnarskrárklausunnar um kirkjuna til birtingar á vef sínum. Ég svaraði þeim á þennan hátt.

Join the Conversation

8 Comments

  1. Það er rétt að ekki er hægt að skilja að ríki og kirkju með nýrri stjórnarskrá en það er hægt að rígbinda sambandið með henni.
    Það að fella út tengsl ríkis og kirkju úr stjórnarskránni er hinsvegar nauðsynlegt fyrsta skref í þeirri vegferð.

  2. Awesome blog! Is your theme custom made or did you download it from somewhere? A theme like yours with a few simple tweeks would really make my blog shine. Please let me know where you got your design. Appreciate it

  3. Hey just wanted to give you a quick heads up. The text in your content seem to be running off the screen in Firefox. I’m not sure if this is a format issue or something to do with web browser compatibility but I figured I’d post to let you know. The layout look great though! Hope you get the problem solved soon. Many thanks

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *