Hvaða Helga?

Hulda Jakobsdóttir var bæjarstjóri fyrst íslenskra kvenna. Hún stýrði Kópavogi og þar í bæ má finna Huldubraut á norðanverðu Kársnesinu. Ég hef alltaf haft það fyrir satt að Huldubraut heiti eftir Huldu bæjarstjóra – sem gerir hana þá væntanlega að eina 20. aldar stjórnmálamanninum sem hefur fengið götu nefnda í höfuðið á sér. (Það er, þangað til að nafnabreytingarnar í Túnunum í Reykjavík ná fram að ganga.)

En skammt frá Huldubraut er gatan Helgubraut. Þá vaknar spurningin: hver var Helga?

Er þetta kannski bara rugl í mér með að Huldubraut heiti eftir bæjarstjóranum – og Hulda og Helga þá bara kvenmannsnöfn sem valin eru út í bláinn? Eða vísar Helgunafnið þá líka til einhverrar þekktrar konu? (Eitthvað segir mér samt að það sé ekki Helga Sigurjónsdóttir…)

Gaman væri að fá svör við þessu.