Drátturinn (b)

Þetta var fín helgi hjá Luton. Lékum við Charlton (sem er við topp gömlu þriðjudeildarinnar) á útivelli og gerðum 2:2 jafntefli. Það þýðir að liðin mætast aftur á Kenilworth Road annan þriðjudag eða miðvikudag – mjög sennilega í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Síðdegis var svo dregið í 3ju umferðina og niðurstaðan varð áhugaverð – Tottenham vs. Luton/Charlton. Þetta er þeim mun áhugaverðara í ljósi þess að næsta umferð verður leikin helgina sjöunda og áttunda janúar. Þá helgi er ég einmitt á leið með fríðum flokki til Englands, gagngert í því skyni að horfa á Luton-leik og sjá hvort ale-framleiðslu Breta hafi hrakað.

Það mun því ráðast eftir rétt rúma viku hvort áfangastaðurinn verður Twerton Park, að horfa á leik Bath City og Luton Town eða White Hart Lane að sjá Barnes-Homer splundra Tottenham-vörninni. Get ekki alveg gert upp við mig hvort ég vil frekar sjá…

Join the Conversation

6 Comments

  1. Skil vel valkvíðann. White Hart Lane er skítastaður. Þegar ég kom þar sem „Away-supporter“ var beðið um að sjá miða á öllum pöbbum í nágrenninu (nokkuð sem ekki er t.d. gert á pöbbum nálægt Highbury/Emirates). Svo ég myndi mæta með fylli mína af Ale-i.

    Og áfram þínir menn!

  2. Ég er skíthræddur um að mínir menn í Charlton verði til þess að þú farir á White Hart Lane í janúar.
    Það er þó mun betri árangur að vera kominn í replay í 2.umferð í ár, heldur en í fyrra þegar að mínir menn lágu fyrir Northwich Victoria í 1.umferð.
    Maður er kannski að biðja um of mikið að þeir lufsist í 3.umferð.

  3. Sem betur fer missti ef af þeirri niðurlægingu, en því miður er farið að verða ansi erfitt að sjá leiki með Charlton eftir að þeir urðu eitt af neðri deildar liðunum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *