Drátturinn (b)

Þetta var fín helgi hjá Luton. Lékum við Charlton (sem er við topp gömlu þriðjudeildarinnar) á útivelli og gerðum 2:2 jafntefli. Það þýðir að liðin mætast aftur á Kenilworth Road annan þriðjudag eða miðvikudag – mjög sennilega í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Síðdegis var svo dregið í 3ju umferðina og niðurstaðan varð áhugaverð – Tottenham vs. Luton/Charlton. Þetta er þeim mun áhugaverðara í ljósi þess að næsta umferð verður leikin helgina sjöunda og áttunda janúar. Þá helgi er ég einmitt á leið með fríðum flokki til Englands, gagngert í því skyni að horfa á Luton-leik og sjá hvort ale-framleiðslu Breta hafi hrakað.

Það mun því ráðast eftir rétt rúma viku hvort áfangastaðurinn verður Twerton Park, að horfa á leik Bath City og Luton Town eða White Hart Lane að sjá Barnes-Homer splundra Tottenham-vörninni. Get ekki alveg gert upp við mig hvort ég vil frekar sjá…