Kjördæmin

Á spurningalista DV fyrir stjórnlagaþingið voru margar spurningar sem óþægilegt var að svara án rökstuðnings, þar sem einfalt já eða nei átti ekki við. Í öðrum tilvikum hlaut svar við spurningum að skilyrðast af því til hvaða annarra ráða væri gripið. Einhvern veginn tókst mér þó að klóra mig í gegnum listann og var svona …

Númerið

Um daginn var ég spurður út í frambjóðendanúmerið mitt í stjórnlagaþingskosningunni. Ég þurfti að slá því upptil að vera viss. 4954 er ekki auðveld tala að muna – ekki frekar en flestar aðrar fjögurra stafa tölur. Yfirleitt reyni ég að muna slíkar tölur með því að brytja þær niður í minnisstæð ártöl sem hægt er …

Halastjarnan

Múmínálfabókin um Halastjörnuna hefur verið endurútgefin á íslensku, sem er auðvitað hið besta mál. Að því tilefni verður efnt til kaffikvölds um múmínálfabækurnar á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar í kvöld kl. 20, hvað allir athugi. Erindi flytja: * Erna Erlingsdóttir – Seint í nóvember. Síðasta múmínbókin, fjarvera og ferðalög * Stefán Pálsson – …

Óvinsæli gaurinn?

Frambjóðendur til stjórnlagaþings eru á sjötta hundrað talsins – og ef rennt er yfir fésbókarsíðurnar, bloggin og kynningartextana á vef kjörstjórnar sýnist manni að þeir séu meira og minna allir sammála um nokkurn veginn allt. Það fer amk lítið fyrir ágreiningsefnum. Þar sem mér er eðlilslægt að vera fúll á móti, ákvað ég því að …

Bókin komin á netið

1. maí í fyrra var formlegur útgáfudagur Frambókarinnar. Það er hundrað ára saga Knattspyrnufélagsins Fram sem ég unnið að um alllangt skeið. Þetta er mikið rit – 400 blaðsíður og eitthvað um tvöfalt fleiri myndir. Verkið hefur selst þokkalega, þrátt fyrir að salan hafi nær eingöngu verið bundin við Framheimilið í Safamýri og félagsaðstöðuna í …

Dundee í kröppum dansi (b)

Ætli 12 ára fótboltanördar í dag eigi uppáhaldslið í skoska boltanum? Líklega ekki. Drottnunarstaða ensku úrvalsdeildarinnar og hnignun skoska fótboltans á liðnum árum hefur líklega gert það að verkum að fáir fótboltastrákar (og einstaka stelpa) eyða orkunni í að velta fyrir sér hvað gerist norðan Hadríanusarmúrsins. Þegar ég var pjakkur var þessu öðruvísi farið. Ástæðan …

Ógæfa vinstrimanna

Ég byrjaði að taka þátt í flokkapólitík um svipað leyti og ég byrjaði í menntó, haustið 1991. Fyrst tók ég þátt í hefðbundnu ungliðahreyfingarstarfi í Alþýðubandalaginu – en innan skamms var ég líka kominn á bólakaf í „fullorðins“-starfið, s.s. í stjórn kjördæmisráðsins í Reykjavík og í stjórn nýs aðildarfélags, Framsýnar. Þetta voru ekki góðir tímar …

Þotumálið

Það er furðulegt að fylgjast með fréttaflutningnum af herþotunum sem huldufyrirtækið ECA lætur sig dreyma um að eignast og koma með hingað til lands. Fréttir hafa verið soðnar upp úr viðtölum við forsvarsmann fyrirtækisins, hálfskringilegri tilkynningu á vef samgönguráðuneytisins og furðuvarfærnislegum viðtölum við ráðherra. Í þessum fréttum er oft vísað til umsagnar flugmálastjóra í málinu …

Viðsjárverð upplýsingalög?

Á miðnætti rennur út frestur til að gera athugasemdir við drög að frumvarpi að nýjum upplýsingalögum. Lítið hefur verið fjallað um þetta frumvarp – sem skýrist kannski af því hversu flókið og ruglingslegt það er. Textann má lesa hér. Fjórtánda greinin fær allar viðvörunarbjöllur til að hringja í kollinum á mér. Þar er með mjög …

Stallurinn

Nú hafa fulltrúar í meirihlutanum í borgarstjórn stungið upp á að settur verði skjöldur á styttuna af Ingólfi Arnarsyni, þar sem getið verði um eiginkonu landnámsmannsins. Hér er rétt að vara borgarfulltrúana strax við – þeir eru komnir út á jarðsprengjusvæði… Eins og fram kemur í æviminningum Knúts Zimsens, Við fjörð og vík, var Ingólfs-styttumálið …